Tannhirðuvenjur unglinga á Íslandi í 10. bekk árin 2014 og 2016

Dana Rún Heimisdóttir, Inga B Árnadóttir

Rannsóknarafurð: Framlag til fræðitímaritsGreinritrýni

Útdráttur

Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna venjur unglinga í 10 bekk á Íslandi árin 2014 og 2016 við munnhirðu svo sem tíðni tannburstunar, notkun á tannþræði og flúormunnskoli. Kannað var hvort börnin fari reglulega í skoðun til tannlæknis, hvort þau þekki og viti að þau falli undir samning á milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands um gjaldfrjálsar tannlækningar barna. Með þessu er hægt að gera fræðslu markvissari og efla forvarnir. Efniviður og aðferðir: Megindlegri rannsóknaraðferð var beitt þar sem prentaðir spurningalistar voru lagðir fyrir unglinga í 10 bekk árin 2014 og 2016. Við úrvinnslu gagna var notað tölfræðiforritið R og Rstudio. Skýribreytur voru búseta, kyn og upprunaland foreldra. Lýsandi tölfræði var notuð fyrir niðurstöður rannsóknarinnar. Niðurstöður: Svörun var alls 49% (n=4116), nokkuð jöfn eftir kynjum, 51% (n=2092) strákar og 49% (n=2023) stelpur. Flestir voru búsettir á höfuðborgarsvæði og nágrenni (67%), 30% til sjávar og 3% bjuggu til sveita. 86% (n=3521) áttu foreldra af íslenskum uppruna en 14% (n=593) foreldri eða foreldra af erlendum uppruna. 76,6% (n=446) unglinga með foreldra að erlendum uppruna leita tannlæknaþjónustu reglulega samanborið við 91,3% (n=3185) unglinga með íslenska foreldra. Árið 2013 var gerður samningur um greiðsluþátttöku ríkis vegna tannlæknaþjónustu barna að 18 ára aldri sem tók gildi í áföngum fram til 2018. 88,2% (n=2021) fóru reglulega til tannlæknis árið 2014 en 90,3% (n=1626) árið 2016. Strákar bursta sjaldnar en stelpur, nota síður tannþráð og flúormunnskol og því með marktækt lakari munnhirðu en stelpur. Umræða: Rannsóknin nær yfir allt landið og veitir góða innsýn í munnhirðu 15 ára unglinga á Íslandi. Ekki er marktækur munur á milli landshluta sem gefur til kynna að landið sé orðið einsleitara eins og fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á. Niðurstöðurnar benda til að strákar hafi almennt lakari munnhirðu en stelpur og þarf mögulega að sníða forvarnir betur að þeim.
Introduction. The aim of the study was to assess oral hygiene habits of 15-year old adolescents in Iceland in 2014 and 2016 such as the frequency of tooth brushing, use of dental floss and fluoride mouthwash. It was examined whether the children are regularly examined by the dentist, whether they know they are covered by an agreement between the Icelandic Health Insurance (IHI) and the Icelandic Dental Association for free dental care. With this information, you can make education more tailored and promote prevention. Material and methods. A study was carried out among 15-year-old adolescents in Iceland the years 2014 and 2016. A quantitative research method was applied where printed questionnaires were submitted to adolescents in 10 grades 2014 and 2016. R and Rstudio was used for statistical analysis. Parameters were resident, gender and parent country of origin. Descriptive statistics were used for the results Results. The response rate was 49% (n=4116), 51% (n=2092) boys and 49% (n=2023) girls. Majority, 67% (n=2759) lived in the capital area, 30% (n=1238) by the seaside and 3% (n=38) in the countryside. 86% (n=3521) had parents of Icelandic origin and 14% (n=593) one or both parents of other than Icelandic origin. There is a significant difference between boys and girls in tooth brushing, flossing and in using fluoride-mouthwash where the boys have worse oral hygiene habits than girls. 76.6% (n=446) of adolescents with parents of foreign origin see the dentist regularly compared to 91.3% (n=3185) of adolescents with Icelandic parents. In 2013 an agreement on full payment of dental expenses by IHI came into effect for children up to 18-years-old. 88.2% (n=2021) regularly went to see the dentist in 2014 compared to 90.3% (n=1626) in 2016. Discussion. The investigation covered the whole country and therefore contributes a valuable insight into some oral health lifestyles of 15-year old’s in Iceland and is essential to target preventive measures for this age group. The results indicate that boys generally have poorer oral hygiene than girls and may need a tailor made preventive program more effective to them. There is no significant difference between parts of the country, which indicates that the country has become more homogenous as previous studies have shown.
Upprunalegt tungumálÍslenska
FræðitímaritTannlæknablaðið
ÚtgáfustaðaÚtgefið - 2019

Önnur efnisorð

  • Tannhirða
  • Unglingar
  • Oral Hygiene
  • Adolescent

Vitna í þetta