Svefn kvenna með vefjagigt

Gunnhildur L. Marteinsdóttir

Rannsóknarafurð: Bók/skýrslaBókritrýni

Útdráttur

Vefjagigt er sjúkdómur sem einkennist af langvinnum útbreiddum verkjum, þreytu og svefntruflunum. Grundvallaratriði við greiningu eru líkamlegir verkir sem hafa varað í minnst þrjá mánuði og eru oftast dreifðir um líkamann eftir ákveðinni staðsetningu. Önnur einkenni eru meðal annars breyting á hugrænni getu eins og einbeitingarleysi og minnisleysi, depurðareinkenni, kvíðatilfinningar og streita. Svefnleysi orsakast af ýmsum ástæðum hjá konum með vefjagigt. Líkamlegir verkir, lífeðlislegar truflanir í heila, einkenni þunglyndis, kvíða og streitu og ekki síst neikvæð og óhjálpleg viðhorf um svefn geta að öllum líkindum haft sameiginleg áhrif á svefntruflanir. Þar sem áhrif svefnleysis á einkenni og framgang vefjagigtar eru gríðarlega mikil og sjúklingar finna einna mest fyrir yfirþyrmandi þreytu í daglegu lífi er mikilvægt að meta helstu orsakir hjá hverjum og einum. Rannsóknir hafa sýnt að sjúklingar með greininguna vefjagigt hafa háa tíðni óhjálplegra viðhorfa til svefns þegar búið er að taka þunglyndi með í reikninginn. Meðferð við vefjagigt felst einna helst í að vinna með lífstílsbreytingar sem fela meðal annars í sér reglulega hreyfingu, hollt mataræði, aukin svefngæði, slökun, jafnvægi í daglegu lífi ásamt hugrænni atferlismeðferð. - Fibromyalgia is a debilitating condition characterized by chronic widespread pain, fatigue and disturbed sleep. The criteria for diagnosis require general body pain and a heightened pain response to pressure on specific tender points that has been present for at least three months. Other symptoms include problems with memory, depression, anxiety and stress. The reason for disturbed sleep among fibromyalgia patients varies. Physical pain, physiological disturbance in the brain, depression, anxiety and stress and maladaptive sleep beliefs all play an important role. It has been suggested that sleep difficulties play a substantial role in perpetuating fibromyalgia related fatigue and discomfort. It is important to recognize the causes Svefn kvenna með vefjagigt 52 Sálfræðiritið, 22. árg. 2017 of disturbed sleep for each patient. Studies have demonstrated that fibromyalgia patients have a high frequency of dysfunctional beliefs and attitudes about sleep when depression is taken out of the equation. Recommendations for treatment of fibromyalgia include regular exercise, a healthy diet, improved quality of sleep, relaxation, a good balance in daily living and cognitive behavioral therapy.
Upprunalegt tungumálÍslenska
ÚtgefandiSálfræðingafélag Íslands
ÚtgáfustaðaÚtgefið - 2017

Önnur efnisorð

  • Vefjagigt
  • Svefn
  • Konur
  • Fibromyalgia
  • Women
  • Sleep

Vitna í þetta