Skimun á meðgöngusýki og forspárgildi sykurþolsprófa

Sigríður Sía Jónsdóttir, Hrafnhildur Ólafsdóttir

Rannsóknarafurð: Framlag til fræðitímaritsGreinritrýni

Útdráttur

Tíðni meðgöngusykursýki er talin vera allt frá 0,6% í 15%. Þrátt fyrir auknar vísindarannsóknir á meðgöngusykursýki eru menn ekki sammála um hvort eða hvernig ber að skima konur fyrir sykursýki og hver greiningargildi skulu vera. Klínískum leiðbeiningum frá Landspítala er fylgt á höfuðborgarsvæðinu. Konur eru skimaðar á grundvelli a.m.k. eins áhættuþáttar. Þeir eru m.a.: 1) saga um meðgöngusykursýki áður; 2) fjölskyldusaga; 3) BMI ≥ 35; 4) áður fætt barn yfir 4500 gr og 5) sykur í þvagi. Greining fer fram með sykurþolsprófi (glucose tolerance test, GTT) sem öllu jafnan er gert á 24.-28. viku meðgöngu. Rannsókn þessi var gerð til að greina niðurstöður úr sykurþolsprófum, hvað margar konur voru greindar jákvæðar og hvaða áhættuþættir höfðu mest forspárgildi. Niðurstöður: Af þeim 670 konum sem fóru í sykurþolspróf á Göngudeild sykursjúkra, LSH á tveggja ára tímabili, fengu 82,1% kvennanna greininguna eðlilegt sykurþol en 17.9% kvenna greindist með meðgöngusykursýki. Mestar líkur á að greinast jákvæðar voru ef konan hafði áður fengið meðgöngusykursýki (52%); sykur í þvagi (24.3%), og fjölskyldusaga (22.5%) komu þar á eftir. Ef það væri regla að senda einungis konur sem eru með a.m.k. tvo áhættuþætti mundi sykurþolsprófum fækka um 61%. Umfjöllun: Þegar niðurstöður rannsóknarinnar eru skoðaðar sést að stærsti hluti kvenna sem fer í sykurþolspróf (GTT) fer án þess að miklar líkur séu á að hún greinist með meðgöngusykursýki. Það er því nauðsynlegt fyrir ljósmæður og lækna að vinna saman að því að finna nákvæmari greiningaraðferð fyrir meðgöngusykursýki og t.d. að ganga út frá því að a.m.k. tveir áhættuþættir séu forsenda þess að kona sé beðin um að fara í sykurþolspróf (GTT).
Frequency of gestational diabetes mellitus (GDM) is found to be between 0.6 – 15.0%. Despite many researches on GDM there is no agreement if or how pregnant women should be screened or which diagnostic values should be used. Clinical guidelines from Landspitali- University hospital (LSH) in Reykjavik Iceland recommend a screening for women, based on at least one risk factor. Among the risk factors that are listed are: 1) GDM in a previous pregnancy; 2) family history; 3) BMI > 35; 4) previous macrosomia (≥ 4500gr) and 5) glucosuria. Diagnosis is usually done with glucose tolerance test (GTT) between 24th to 28th weeks of pregnancy. The purpose of this research was to analyse results of GTT and to find out how many women were diagnosed with GDM and to evaluate if some risk factors had more predictive value than others. Results: Of the 670 women who had a GTT at the Diabetic Clinic at LSH, 82.1 % had negative results and 17.9% where diagnosed with GDM. The most predictive value had the risk factors of: GDM in earlier pregnancy (52%); glucosuria (24.3%) and family history (22.5%). If the clinical guideline was that women with at least two risks factor should have a GTT, we would decrease the frequency of GTT of 61%. Discussion: The majority of women go for GTT for a negative test. These results indicate that midwives and physicians need to find a solution for a more specific diagnostic test for GDM. Two risk factors would give us a more positive GTT.
Upprunalegt tungumálÍslenska
FræðitímaritLjósmæðrablaðið
ÚtgáfustaðaÚtgefið - 1 jún. 2008

Önnur efnisorð

  • Sykursýki
  • Meðganga
  • Glucose Tolerance Test
  • Diabetes, Gestational
  • Risk Factors
  • Pregnancy

Vitna í þetta