Samskipti lækna og lyfjafyrirtækja [ritstjórnargrein]

Sigurbjörn Sveinsson

Rannsóknarafurð: Framlag til fræðitímaritsGrein

Útdráttur

Umræðan um samskipti lækna og lyfjafyrirtækja er ekki ný af nálinni. Fyrir 15 árum urðu allmikil skoðanaskipti innan Félags íslenskra heimilislækna um þessi mál. Spunnust þau af svipuðum ástæðum og þeim, sem nú hafa nært umræðuna á vettvangi þjóðlífsins. Var því meðal annars haldið fram, að risna sem læknar nytu frá fyrirtækjum í lyfjadreifingu væri komin út fyrir eðlileg mörk. Bæri læknum að eiga frumkvæði að siðbót. Á sama tíma var svipuðum sjónarmiðum haldið á lofti víða í nágrenni okkar til dæmis í Svíþjóð og Bretlandi og kynntust íslenskir læknar þeim bæði af eigin raun og í tímaritum lækna.
Upprunalegt tungumálÍslenska
FræðitímaritLæknablaðið
ÚtgáfustaðaÚtgefið - 19 des. 2001

Önnur efnisorð

  • Lyfjafyrirtæki
  • Siðfræði
  • Drug Industry
  • Ethics

Vitna í þetta