Ný breiðrófs-sýklalyf

Karl G. Kristinsson

Rannsóknarafurð: Framlag til fræðitímaritsGreinritrýni

Útdráttur

Þrátt fyrir að nú eru innan við 50 ár frá tilkomu fyrsta fúkalyfsins (antibiotic) hefur þeim fjölgað það ört að nú er nær ókleift að henda reiður á þeim öllum. Árið 1957 skrifaði Garrod (1) í leiðara í breska læknablaðinu: »Með tilkomu nýrra nytsamra sýklalyfja á eins til tveggja ára fresti, er það læknum sífellt meira vandamál, að þekkja sýklalyfin sem þeir eiga völ á». Þetta er mun meira vandamál í dag þar sem síðastliðin ár hafa komið fram á sjónarsviðið mörg sýklalyf (antimicrobials) á ári. í október síðastliðnum voru skráð í fyrsta sinn á íslandi tvö lyf af flokki 4-kínólóna, sem eru fyrstu verulega breiðvirku sýklalyfin til inntöku. Af þessu tilefni ætla ég að fjalla um breiðrófs-P-laktam-sýklalyf og kínólónafbrigði og ræða um helstu ábendingar fyrir notkun þeirra. Til að gera greinina læsilegri mun ég stikla á stóru og alhæfa nokkuð um lyfin.
Upprunalegt tungumálÍslenska
FræðitímaritLæknablaðið
ÚtgáfustaðaÚtgefið - 15 apr. 1989

Önnur efnisorð

  • Sýklalyf
  • Lyfjafræði
  • Lyfjameðferð
  • Anti-Bacterial Agents
  • Antibiotics

Vitna í þetta