Meira traust hjá þeim sem meira hafa: Áhrif auðmagns og upplifunar af ójöfnuði á traust til stjórnmála

Rannsóknarafurð: Framlag til fræðitímaritsGreinritrýni

10 Niðurhal (Pure)

Útdráttur

Í lýðræðisríkjum er mikilvægt að einstaklingarnir beri traust til stjórnmála við-
komandi lands, sér í lagi til þjóðþingsins og þeirra sem þar sitja. Markmiðið
með þessari rannsókn er að skoða, með yfirgripsmeiri hætti en áður hefur verið
gert, hvernig staða einstaklinga í lagskiptingu íslensks samfélags mótar stjórn-
málatraust þeirra. Gögnin koma úr Íslensku félagsvísindakönnuninni sem lögð
var fyrir árið 2020. Niðurstöðurnar voru túlkaðar út frá stéttakenningu franska
félagsfræðingsins Pierres Bourdieu, sem kveður á um að stéttarstaða ráðist ekki
aðeins af efnahagslegu auðmagni heldur einnig menningarlegu, félagslegu og táknrænu
auðmagni. Við kynnum jafnframt til sögunnar nýjar og ítarlegar mælingar okkar
á þessum helstu víddum auðmagns. Niðurstöður okkar benda til þess að efna-
hagslegt auðmagn (kaupgeta) og táknrænt auðmagn (huglæg virðingarstaða)
auki stjórnmálatraust, að hluta til vegna þess að þeir sem búa yfir miklu auð-
magni telja síður að tekjuójöfnuður hérlendis sé vandamál.
Þýddur titill verksMore trust among those who have more: The impact of capital and perceived inequality on political trust
Upprunalegt tungumálÍslenska
Síður (frá-til)107-129
FræðitímaritStjórnmál og stjórnsýsla
Bindi19
Númer tölublaðs2
DOI
ÚtgáfustaðaÚtgefið - 14 des. 2023

Fingerprint

Sökktu þér í rannsóknarefni „More trust among those who have more: The impact of capital and perceived inequality on political trust“. Saman myndar þetta einstakt fingrafar.

Vitna í þetta