Meðalkostnaður íslenskra sveitarfélaga: Fjöldi íbúa og sameining sveitarfélaga

Vífill Karlsson, Elías Árni Jónsson

Rannsóknarafurð: Framlag til fræðitímaritsGreinritrýni

Útdráttur

Í rannsókn þessari var breytileiki á meðalkostnaði í rekstri sveitarfélaga á Íslandi til skoðunar í þeim tilgangi að varpa ljósi á hvort meðalkostnaður sveitarfélaga geti lækkað við sameiningu þeirra. Ef stærðarhagkvæmni er í rekstri sveitarfélaga er mögulegt að þetta gerist. Sýnt hefur verið fram á í ýmsum erlendum rannsóknum að stærðarhagkvæmni er til staðar í rekstri sveitarfélaga. Hér verður kannað hvort fjölmennari sveitarfélög hafi lægri meðalkostnað en þau fámennari og skoðað hvort sameining sé líkleg til að skila hagræðingu. Horft verður til ellefu mismunandi málaflokka sveitarfélaga. Notuð voru gögn allra sveitarfélaga (79) á Íslandi fyrir árið 2006 yfir nokkra lykilþætti. Kannað var sérstaklega hvort víðfeðmi sveitarfélags, fjöldi þéttbýla og fjarlægð frá höfuðborginni hefðu marktæk áhrif á meðalkostnað viðkomandi málaflokka. Aðferð minnstu fervika var beitt. Niðurstaðan var sú að meðalkostnaður fjölmennari sveitarfélaga er lægri en þeirra fámennari í fáeinum málaflokkum og hagræðing gæti því náðst við sameiningu. Veikleikar voru í niðurstöðunum, þó síst hvað varðar yfirstjórn í rekstri sveitarfélaga.
Upprunalegt tungumálÍslenska
Síður (frá-til)73-85
Síðufjöldi13
FræðitímaritBifröst Journal of Social Science
Bindi5-6
Númer tölublaðs1
ÚtgáfustaðaÚtgefið - nóv. 2012

Vitna í þetta