Læknisvottorð, skjal eða snepill? [ritstjórnargrein]

Rannsóknarafurð: Framlag til fræðitímaritsGrein

Útdráttur

Á síðustu vikum hefur umræðan um læknisvottorð verið hávær og eru tvö óskyld mál þar mest áberandi. Annað er mál trúnaðarlæknis flugmálastjórnar sem neitað hefur að gefa út læknisvottorð er heimilar flugmanni að stýra loftfari án takmarkana. Hitt og alls óskylt mál er ákvörðun yfirvalda að taka fyrir greiðslur til heimilislækna fyrir gerð ákveðinna læknisvottorða. En hvað er læknisvottorð? Læknisvottorð er lögbundinn vitnisburður læknis um heilsu eða heilsuleysi einstaklings sem til læknisins leitar. Læknisvottorð eru oftast fengin að beiðni þriðja aðila og þau gerð samkvæmt reglum er fjórði aðili hefur sett. Skipta má læknisvottorðum í tvo megin flokka, læknisvottorð gerð til handa veikum og læknisvottorð gerð til handa heilbrigðum.
Upprunalegt tungumálÍslenska
FræðitímaritLæknablaðið
ÚtgáfustaðaÚtgefið - 1 feb. 2002

Önnur efnisorð

  • Læknisvottorð
  • LBL12

Vitna í þetta