Hlúð að samskiptahæfni skólabarna : þroskarannsókn

Sigrún Aðalbjarnardóttir

Rannsóknarafurð: Framlag til fræðitímaritsGreinritrýni

Útdráttur

Í þessari rannsókn var athugað hvort hægt væri að örva samskiptahæfni skólabarna með því að nota tilteknar kennsluaðferðir við að leysa félagslegan ágreining. 96 börn, 8 ára (24 stúlkur og 24 drengir) og 11 ára (24 stúlkur og 24 drengir) úr átta bekkjardeildum úr skólum í Reykjavik, tóku þátt í rannsókninni. Börn úr fjórum bekkjardeildanna voru þátttakendur í tilraunaverkefni, þar sem þau voru hvött til að fjalla um og leysa félagslegan ágreining. Börn i samanburðarhópi fengu ekki slíka hvatningu umfram það sem geríst og gengur í venjulegu skólastarfi. Tekin voru viðtöl við börnin bæði í upphafi og lok skólaárs um stuttar sögur um samskiptaklipur úr skólastarfi, þar sem skiptar skoðanir koma fram á milli nemanda og bekkjarfélaga eða kennara (hugsun). Auk þess fór fram athugun á samskiptum þeirra við bekkjarfélaga og kennara á skólatima bæði haust og vor (hegðun). Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að þau börn sem fengu sérstaka hvatningu til að ræða um félagslegan ágreining og lausn hans, sýndu meiri framfarir við að setja sig i spor þeirra sem hlut áttu að máli en þau börn sem ekki fengu slíka þjálfun þegar þau tjáðu sig um ágreiningsmál (hugsun). Börnin i tilraunaverkefninu sýndu einnig meiri framfarir í daglegum samskiptum (hegðun) við bekkjarfélaga en börnin sem ekki fengu sérstaka þjálfun. Þessi munur á hópunum kom þó ekki fram i samskiptum við kennara. Börnin i tilraunaverkefninu virtust einnig í ríkari mæli breyta stíl sínum í hegðun i átt að meiri tillitssemi, bæði i samskiptum við bekkjarfélaga og við kennara.
This study explores whether children's social competence can be promoted in elementary school. An intervention program, emphasizing discussion among students around conflicting opinions in social interactions, was conducted within the Icelandic educational system for one academic year. Reflecting the study's balanced design, 96 children (48 girls and 48 boys) aged 8 (48 children) and 11 (48 children), were selected at random from eight classes to participate. Teachers in four of the classes received special training in working with their students on social conflict resolutions, whereas the other four teachers did not receive such training. The children were interviewed twice, in the beginning and again at the end of the academic year, on "everyday" school-based dilemmas in which a student communicates with either a teacher or classmate over conflicting opinions. In addition, both observations and teacher ratings were used to explore children's "real-life" social interactions with their teachers and classmates. For each situation, children's thought processes and actions were classified independently at one of four developmental levels of perspective coordination (impulsive, unilateral, reciprocal, mutual). Actions were also classified according to interper¬sonal orientation or style (self-transforming, other-transforming). Results indicate that children who participated in the intervention program improve more in thought level, expressing a greater progress in reciprocity, than children in the regular program. Moreover, in real-life situations, children in the intervention program improve more in action level when negotiating with classmates, showing more increased reciprocity in their social conflict resolutions, than children who do not receive any special training. This difference between groups in action level was, however, not detected in situations with teachers. Finally, across teacher and classmate real-life situations, children in the intervention program became less assertive over time than children in the regular program.
Upprunalegt tungumálÍslenska
FræðitímaritSálfræðiritið
ÚtgáfustaðaÚtgefið - 1991

Önnur efnisorð

  • Börn
  • Þroskasálfræði
  • Félagsþroski
  • Kennarar

Vitna í þetta