Útdráttur
Loftslagsbreytingar eru eitt helsta vandamál samtímans og hefur fræðafólk rýnt í hvaða þættir vekja áhyggjur af þeim. Rannsóknir hafa sýnt að konur hafi meiri áhyggjur af loftslagsbreytingum en karlar.
Í þessari rannsókn var kenningunni um kynjaða félagsmótun beitt og hugmyndir um félagsleg hlutverk notaðar til að svara þremur tengdum rannsóknarspurningum: 1) Er munur á loftslagsáhyggjum eftir kyni hér á landi? 2) Eru tengsl milli mismunandi félagsmótunar kynjanna og loftslagsáhyggja? 3) Hvernig tengist staða á vinnumarkaði loftslagsáhyggjum kynjanna?
Notast var við tvíkosta aðhvarfsgreiningu með íslenskum gögnum sem voru hluti af evrópsku félagsvísindakönnuninni (e. European Social Survey) frá árinu 2016. Niðurstöðurnar benda til þess að á Íslandi séu áhyggjur af loftslagsbreytingum miklar hjá báðum kynjum og ekki kom fram kynjamunur, en erlendar rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á slíkan kynjamun.
Áhugavert var að sjá að loftslagsáhyggjur voru ekki kynjaðar fyrr en samvirkniáhrif kyns voru skoðuð í tengslum við stöðu einstaklinga á vinnumarkaði. Í ljós kom að kynjamunur tengdur loftslagsáhyggjum var minni hjá þeim sem voru í fullu starfi, samanborið við þau sem voru í hlutastarfi og eru hugsanlegar ástæður þess ræddar í greininni.
Í þessari rannsókn var kenningunni um kynjaða félagsmótun beitt og hugmyndir um félagsleg hlutverk notaðar til að svara þremur tengdum rannsóknarspurningum: 1) Er munur á loftslagsáhyggjum eftir kyni hér á landi? 2) Eru tengsl milli mismunandi félagsmótunar kynjanna og loftslagsáhyggja? 3) Hvernig tengist staða á vinnumarkaði loftslagsáhyggjum kynjanna?
Notast var við tvíkosta aðhvarfsgreiningu með íslenskum gögnum sem voru hluti af evrópsku félagsvísindakönnuninni (e. European Social Survey) frá árinu 2016. Niðurstöðurnar benda til þess að á Íslandi séu áhyggjur af loftslagsbreytingum miklar hjá báðum kynjum og ekki kom fram kynjamunur, en erlendar rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á slíkan kynjamun.
Áhugavert var að sjá að loftslagsáhyggjur voru ekki kynjaðar fyrr en samvirkniáhrif kyns voru skoðuð í tengslum við stöðu einstaklinga á vinnumarkaði. Í ljós kom að kynjamunur tengdur loftslagsáhyggjum var minni hjá þeim sem voru í fullu starfi, samanborið við þau sem voru í hlutastarfi og eru hugsanlegar ástæður þess ræddar í greininni.
Upprunalegt tungumál | Íslenska |
---|---|
Titill gistiútgáfu | Fléttur VI: Loftslagsvá og jafnrétti |
Útgefandi | Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands |
Útgáfustaða | Útgefið - 2023 |