Aldursgreining út frá tannþroskastigum barna og ungmenna á Íslandi

Rannsóknarafurð: Framlag til fræðitímaritsGreinritrýni

Útdráttur

Rannsóknir sýna nauðsyn þess að mynda gagnabanka fyrir þroska tanna hjá hverri þjóð og bera saman við samsvarandi rannsóknir. Þessi rannsókn er sú fyrsta sem gerð er á þroskastígi tanna á íslensku þýði og nær yfir aldursbilið 4-24 ár. Rannsóknin styður störf réttartannlækna í aldursgreiningum, tannlækna, lækna, mannfræðinga, fornleifafræðinga og annarra stétta sem þurfa að nota þroska og þroskastig við greiningu og meðferð barna og ungmenna í starfi sínu. Í rannsókn þessari sem er afturvirk þversniðsrannsókn, er tannþroski ákvarðaður í 1100 íslenskum börnum og ungmennum af breiðmyndum (OPG). Fyrstu 100 voru notaðar í forrannsókn en hinar 1000 í rannsóknina sjálfa. Í heild voru 23 einstaklingar útilokaðir úr rannsókninni. Þýðið var samansett af 508 stúlkum og 469 drengjum á aldrinum 4-24 ára og notað var staðlað stigakerfi tannþroska til að ákvarða þroskastig. Samtals voru 200 OPG skoðaðar bæði í hægri og vinstri hlið, aðrar myndir voru einvörðungu skoðaðar í hægra hlið. Tannþroski var ákvarðaður á öllum tönnum hjá báðum kynjum þegar þýðið leyfði, frá byrjun myndunar tannkrónu til loka myndunar rótar með lokun rótarenda. Cronbach’s Alpha áreiðanleikapróf var R = 0.982. Stúlkur á Íslandi ná tannþroskastigi rót fullmynduð (stig 10, Rc) 17.81 ára í efri gómi og 18.47 ára í neðri gómi. Drengir ná tannþroskastigi rót fullmynduð (stig 10, Rc) 18.00 ára í efri gómi og 17.63 ára í neðri gómi. Ekki var marktækur munur milli hægri og vinstri hliðar (r = 0.95–1.00) og ekki milli kynja, nema í byrjun myndunar rótar augntanna í efri og neðri gómi þar sem stúlkur náðu tannþroska fyrr en drengir. Áreiðanlegur gagnagrunnur hefur verið gerður fyrir tannþroska aldurbilsins 4–24 ár sem er sambærilegur við aðrar alþjóðegar rannsóknir. Þessar niðurstöður munu hjálpa réttartannlæknum og öðrum stéttum að áætla með mikilli nákvæmni bæði aldur og tannþroska íslenskra barna og ungmenna.
Studies have shown that it is necessary to create a database for dental maturity for every population and compare it to others. The present study is the first one for dental development in the Icelandic population the age range being 4-24 years. It will help in forensic dental age estimation and will also help dentists, physicians, anthropologists, archaeologists and other professionals who rely on developmental age assessment in children and adolescents. In this present retrospective cross-sectional study, dental maturity was determined in 1100 Icelandic children and adolescents from orthopantomograms (OPGs). The first 100 were used for a pilot study and the remaining 1000 for the main study. A total of 23 subjects were excluded. The sample consisted of 508 girls and 469 boys from the age of 4-24 years and a dental developmental scoring system was used as a standard for determination of dental maturity stages. A total of 200 OPGs were studied both on the left and right side and the remaining on the right side. Dental maturity was established for all teeth and both genders, when the sample permitted, from the beginning of crown formation to the root apex closure. The Cronbach´s Alpha reliability test showed high reliability, R= 0.982. Girls in Iceland reach dental maturity root completed (stage 10, Rc) at 17.81 years of age for the maxillary and at 18.47 years for the mandibular teeth. Boys reach dental maturity root completed (stage 10, Rc) at 18.00 years of age in the maxilla and 17.63 in the mandible. There was no significant difference between left and right side (r = 0.95-1.00) and there was no gender difference, except in root formation in maxillary and mandibular canines where girls reached root completed earlier than boys. A reliable database has been established in Iceland for tooth development in the age range of 4-24 years, which is compatible with international studies. These results will help forensic odontologists and other professionals to estimate with high accuracy both age and dental maturity in Icelandic children and adolescents..
Upprunalegt tungumálÍslenska
FræðitímaritTannlæknablaðið
ÚtgáfustaðaÚtgefið - 2018

Önnur efnisorð

  • Aldursgreiningar
  • Tennur
  • Dental development

Vitna í þetta