Ómun af hælbeini sem skimpróf fyrir beinþynningu

Alfreð Harðarson, Ólafur S. Indriðason, Gunnar Sigurðsson

Rannsóknarafurð: Framlag til fræðitímaritsGreinritrýni

Útdráttur

Introduction: Dual energy X-ray absorptiometry (DEXA) has been the cornerstone in the diagnosis of osteoporosis. Quantitative ultrasound (QUS) of calcaneus is easy to perform and cheaper than DEXA but prior studies have shown a limited correlation and agreement between the two tests. The purpose of this study was to assess calcaneal ultrasound as a screening test for osteoporosis. Material and methods: Two-hundred-ninety-seven 70-years-old Icelandic women underwent a DEXA measurement of lumbar spine, left hip and whole body as well as QUS of left calcaneus. We assessed the correlation and agreement between the two tests and searched for the optimal cut-off point in QUS for the diagnosis of osteoporosis from sensitivity and specificity calculations and ROC curves. We also examined correlation between DEXA or QUS and anthropometric or biochemical measurements of bone markers. Finally, we compared the women who had sustained a fracture to those who had not with regard to DEXA and QUS. Results: The correlation between DEXA at different sites and QUS ranged form 0.40 to 0.57 (Spearman's correlation coefficient) with the best correlation for left hip DEXA. The best sensitivity/specificity relationship of QUS in diagnosis of osteoporosis (WHO criteria) at the hip, was found for QUS T-score of -2.5; sensitivity 91.7%, specificity 49.0%, positive predictive value 25.8% and negative predictive value of 96.8%. Kappa-statistic showed a marginal agreement between the two tests (k=0.25, p<0.01). The correlation was generally stronger between DEXA and serum biochemical markers of bone turnover or weight than between QUS and these parameters but was in the same direction. Mean hip bone density and QUS results were lower in the group of women with history of fractures than the others, 0.731+/-0.112 g/cm(2) vs. 0.779+/-0.130 g/cm(2) (T-score -1.18+/-1.18 vs. -1.61+/-1.20, p=0.001) and T-score -3.12+/-0.94 vs. -2.40+/-1.22 (p=0.0001) for QUS. Conclusions: Even though QUS is not a good test for diagnosing osteoporosis as defined by WHO criteria, it is a reasonable screening test with good sensitivity and fair specificity when using T-score of -2.5 as the cut-off point.
Tilgangur: Að meta gildi ómunar (quantitative ultrasound, QUS) af hælbeini sem skimpróf fyrir beinþynningu. Inngangur: Hingað til hefur beinþéttnimæling með dual energy X-ray absorptiometry (DEXA) verið kjörrannsókn til greiningar á beinþynningu. DEXA krefst dýrs tækjabúnaðar og sérþekkingar. Ómun af hælbeini er ný rannsókn sem metur uppbyggingu beins. Talsvert misræmi er á milli DEXA og ómunar af hælbeini til greiningar á beinþynningu en hins vegar er ágætt samræmi milli niðurstaðna ómunar og tíðni beinbrota. Efniviður og aðferðir: Við rannsökuðum 297 sjötugar íslenskar konur. Allar fóru þær í DEXA mælingu af hrygg, mjöðm og lærleggshálsi og ómun af hælbeini. Við bárum saman fylgni og samræmi rannsóknaraðferðanna og mátum næmi og sértæki ómunar af hælbeini til greiningar á beinþynningu miðað við DEXA. Einnig reiknuðum við út fylgni við beinumsetningarvísa í blóði og þvagi. Að lokum var brotasaga kvennanna borin saman við beinþéttnimælingar. Niðurstöður: Fylgni þessara tveggja mæliaðferða var r=0,40-0,57 eftir því hvaða DEXA beinþéttnimælingu ómunin var borin saman við. Mesta fylgnin var við beinþéttni í mjöðm (nærenda lærleggs). Ef viðmiðunin var 2,5 staðalfrávik neðan við meðaltal ungra kvenna í DEXA (sem er skilmerki Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar fyrir beinþynningu) kom í ljós að næmi ómunar af hælbeini miðað við beinþéttni í mjöðm var 91,7% og sértæki 49,0%. Jákvætt forspárgildi ómunar um beinþynningu í mjöðm samkvæmt DEXA var 25,8% en neikvætt forspárgildi var 96,8%. Samræmi rannsóknanna var reiknað út með kappa tölfræði og kom í ljós að k=0,25 sem þýðir að samræmi rannsóknanna er meira en tilviljun háð. Marktæk fylgni var við osteocalcin og Osteomark og á það við bæði DEXA og ómun af hælbeini. Sterk tengsl voru milli beinbrota og ómunar og DEXA. Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að fylgni og samræmi ómunar af hælbeini og DEXA sé ekki mikil og því hæpið að nota ómun af hælbeini til greiningar á beinþynningu. Þar sem næmi ómunar af hælbeini er ágætt virðist hins vegar mega nota ómun til skimunar í hópi sem er í áhættu fyrir beinþynningu.
Upprunalegt tungumálÍslenska
FræðitímaritLæknablaðið
ÚtgáfustaðaÚtgefið - 1 nóv. 2001

Önnur efnisorð

  • Ómskoðun
  • Beinþynning
  • LBL12
  • Osteoporosis, Postmenopausal
  • Ultrasonography

Vitna í þetta