Árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá konum á Íslandi

Helga Rún Garðarsdóttir, Linda Ósk Árnadóttir, Jónas A. Aðalsteinsson, Hera Jóhannesdóttir, Sólveig Helgadóttir, Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, Arnar Geirsson, Tómas Guðbjartsson

Rannsóknarafurð: Framlag til fræðitímaritsGreinritrýni

Útdráttur

Inngangur Markmið þessarar rannsóknar var að bera saman árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá konum og körlum á Íslandi með áherslu á snemm- og síðkomna fylgikvilla, 30 daga dánartíðni og langtímalifun. Efniviður og aðferðir Afturskyggn rannsókn á öllum sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Íslandi á árunum 2001-2013. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og Dánarmeinaskrá Embættis landlæknis. Fylgikvillum var skipt í snemm- og síðkomna fylgikvilla og heildarlifun reiknuð með aðferð Kaplan-Meier. Fjölþátta aðhvarfsgreining var notuð til að meta forspárþætti dauða innan 30 daga og Cox aðhvarfsgreining til að meta forspárþætti verri langtímalifunar. Meðaleftirfylgd var 6,8 ár. Niðurstöður Af 1755 sjúklingum voru 318 konur (18%). Meðalaldur þeirra var fjórum árum hærri en karla (69 ár á móti 65 árum, p<0,001), þær höfðu oftar sögu um háþrýsting (72% á móti 64%, p=0,009) og EuroSCOREst þeirra var hærra (6,1 á móti 4,3, p<0,001). Hlutfall annarra áhættuþátta eins og sykursýki var hins vegar sambærilegt, líkt og útbreiðsla kransæðasjúkdóms. Alls létust 12 konur (4%) og 30 karlar (2%) innan 30 daga frá aðgerð en munurinn var ekki marktækur (p=0,08). Tíðni snemmkominna fylgikvilla, bæði minniháttar (53% á móti 48% p=0,07) og alvarlegra (13% á móti 11%, p=0,2), var sambærileg. Fimm árum frá aðgerð var lifun kvenna 87% borin saman við 90% hjá körlum (p=0,09). Þá var tíðni síðkominna fylgikvilla sambærileg hjá konum og körlum 5 árum frá aðgerð (21% á móti 19%, p=0,3). Kvenkyn reyndist hvorki sjálfstæður forspárþáttur 30 daga dánartíðni (OR 0,99; 95%-ÖB: 0,97-1,01) né verri lifunar (HR 1,08; 95%-ÖB: 0,82-1,42). Ályktun Mun færri konur en karlar gangast undir kransæðahjáveituaðgerð á Íslandi og eru þær fjórum árum eldri þegar kemur að aðgerð. Árangur kransæðahjáveitu er góður hjá konum líkt og körlum, en 5 árum eftir aðgerð eru 87% kvenna á lífi.
Introduction The aim of this study was to evaluate the outcome of coronary artery bypass grafting (CABG) in women compared to men, with focus on short-term and long-term complications, 30 day mortality and survival. Materials and methods This was a retrospective study on all CABG patients operated in Iceland between 2001 and 2013. Clinical information was gathered from hospital charts and survival data was obtained from the National Statistics in Iceland. Overall survival was estimated with the Kaplan- Meier method. Logistic and Cox regression analysis were used to identify predictors of operative mortality and long-term survival. Mean follow-up was 6.8 years. Results Of 1755 patients 318 were women (18%). Women were on average four years older than men at the time of operation (69 vs. 65 yrs, p<0.001). Female patients had a higher incidence of hypertension (72 vs. 64%, p=0.009) and their EuroSCOREst was higher (6.1 vs. 4.3, p<0.001). The prevalence of diabetes, dyslipidemia and the extent of coronary artery disease was comparable between groups. The rate of short-term complications, both minor (53% vs. 48%, p=0.07) and major (27% vs. 32%, p=0.2), was similar and operative mortality for women was not statistically different from males (4% vs. 2%, p=0.08). Female gender was neither found to be a predictor of 30-day mortality (OR 0.99; 95%-CI: 0.98-1.01) nor survival (HR 1,08; 95%-ÖB: 0,82-1,42). Conclusions The number of women that undergo CABG is low and they are four years older than men when operated on. As is the case with men, outcome following CABG in Iceland is very good for women, their overall five-year survival being 87%.
Upprunalegt tungumálÍslenska
FræðitímaritLæknablaðið
DOI
ÚtgáfustaðaÚtgefið - júl. 2018

Önnur efnisorð

  • Kransæðasjúkdómar
  • Hjáveituaðgerðir
  • Konur
  • Coronary Artery Bypass
  • Women

Vitna í þetta