Á tímum sykursýkinnar [ritstjórnargrein]

Arna Guðmundsdóttir

Rannsóknarafurð: Framlag til fræðitímaritsGrein

Útdráttur

Þrátt fyrir framfarir í læknisfræði geisar faraldur sykursýki í heiminum, hún herjar á um 6% jarðarbúa. Því er spáð að 300 milljónir verði með sykursýki árið 2025. Talan er geigvænleg og erfitt að átta sig á hversu mikil byrði sjúkdómurinn verður fyrir einstaklinga og samfélög á næstu árum. Meira en 97% þessara tilvika verður vegna sykursýki af tegund tvö þó svo að tilvikum sykursýki af tegund eitt (insúlínháð sykursýki) fjölgi einnig. Það segir sig sjálft að rannsóknir á faraldsfræði og grunnorsökum sjúkdómsins eru knýjandi.
Upprunalegt tungumálÍslenska
FræðitímaritLæknablaðið
ÚtgáfustaðaÚtgefið - 1 maí 2007

Önnur efnisorð

  • Sykursýki
  • LBL12
  • Blood Glucose
  • Cholesterol
  • Diabetes Complications
  • Iceland

Vitna í þetta