Á íslenskusviði eru stundaðar rannsóknir í máltækni með áherslu á málleg gagnasöfn, málheildir, og greiningu og hagnýtingu á þeim. Einkum eru stundaðar rannsóknir á færni myndandi mállíkana til að búa til texta, hvort sem það felur í sér að mæla nákvæmni þýðingarvéla eða smíði málfræðilegra prófa fyrir mállíkön. Þá er máltækni hagnýtt til að styðja við aðrar rannsóknir og starfsemi stofnunarinnar.