20202025

Rannsóknarafurðir á ári - í vinnslu

Persónuleg notendasíða

Helstu rannsóknaráherslur

Rannsóknir mínar fjalla allar á einn eða annan hátt um völd og valdatengsl. Ég hef lagt áherslu á að skilja félagslegan veruleika foreldra, einkum mæðra, á Íslandi með rannsóknum á tilfinningum tengdum foreldrahlutverkinu, þeim kröfum sem gerðar eru til mæðra og hvaða samfélagslegu afleiðingar þær hafa. Þá hef ég einnig rannsakað markaðshyggju í menntun og félagslegt réttlæti í menntakerfinu á Íslandi. Að auki hef ég þekkingu og áhuga á hinsegin veruleika innan íslensks skólakerfis. 

Ég beiti einkum eigindlegum aðferðum í rannsóknum mínum, til að mynda viðtölum, orðræðugreiningu á fjölmiðlagögnum og eigindlegum spurningalistum. 

Fingrafar rannsókna

Skoðaðu rannsóknir sem Auður Magndís Auðardóttir hefur komið að. Efnisorðin hér fyrir neðan eiga upptök sín í rannsóknarafurðum höfunda sem og kerfisbundnum efnisorðalyklum sem hafa verið notaðir til að skilgreina rannsóknir þeirra og ekkert þeirra því eins.
  • 1 Álíkar rannsakendur