Lýsing
Árið 2020 gerði Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands könnun á þátttöku og afstöðu Íslendinga til aðgerða almannavarna til að hefta útbreiðslu COVID-19 faraldursins. Könnunin var unnin í samstarfi við fræðafólk á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands og er hluti af þjóðmálakönnunum Félagsvísindastofnunar, en í þeim er spurt um ýmis samfélagsleg málefni og það sem efst er á baugi hverju sinni. Markmið könnunarinnar var að safna gögnum um hegðun, líðan og viðhorf almennings til ýmissa mála tengdum COVID-19 faraldrinum, á tímum óvissu og hættu. Spurt er um hegðun fólks og áhrif faraldursins á hegðun þeirra, samskipti og framtíðarhorfur, auk afstöðu til ýmissa mála tengdum faraldrinum.
Dagsetning gerð tiltæk | 12 jan. 2021 |
---|---|
Útgefandi | Gagnís |
Tímabundin útbreiðsla | 5 maí 2020 - 2 jún. 2020 |