IRIS er rannsóknargátt fræða-, lista- og vísindafólks á Íslandi
IRIS (Icelandic Research Information System) er rannsóknargátt sem sýnir rannsóknavirkni íslenskra háskóla og stofnana sem eiga aðild að gáttinni. Kerfið er rekið af Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, en mennta- og menningarmálaráðuneytið keypti kerfið og fól safninu rekstur og umsjón þess. Hér gefst kostur á að skoða rannsóknarvirkni og samfélagslega dreifingu þekkingar sem verður til við rannsóknir á Íslandi. Virknina má sjá hjá rannsakendum, stofnunum og fræðigreinum sem og í samstarfi fræða-, lista- og vísindafólks í alþjóðlegu samhengi. IRIS upplýsingakerfið er í þróun og mun taka breytingum eftir því sem verkefninu vindur fram, þ.m.t. íslensk þýðing kerfisins.
Samstarf á helstu rannsóknarsviðum undanfarin fimm ár
Smelltu á punktana fyrir frekari upplýsingar