Viljum við stofna íslensk samtök á sviði fjarnáms og stafræns náms?

Research output: Contribution to conferenceAbstract

Abstract

Mikil þróun hefur orðið á undanförnum áratugum á Íslandi á sviði fjarnáms og netkennslu en fram að þessu hafa ekki verið starfandi sérstök samtök á því sviði ólíkt hinum Norðurlöndunum. Erindið fjallar um rannsókn á starfsemi slíkra samtaka og greiningu á viðhorfum innlendra aðila sem tengjast fjarnámi á mismunandi skólastigum og í fullorðinsfræðslu.

Í júní 2023 voru tekin viðtöl við forsjáraðila fjögurra samtaka á sviði fjarnáms á Norðurlöndunum þar sem gögnum var safnað um lykiláherslur, aðild, fjármögnun, virkni og áskoranir varðandi starfsemi. Þá var haldinn hugmyndafundur á netinu um hvort talin væri þörf á að stofna samtök á Íslandi á sviði fjarnáms og stafræns náms. Þátttakendur voru 35 frá 12 vinnustöðum. Þeir mynduðu orðaský og hópar unnu á Mural vegg þar sem þeir komu með tillögur að tilgangi, áherslum og markhópum samtakanna. Þátttakendur svöruðu netkönnun. Gögn voru greind og gerð skýrsla um helstu niðurstöður.

Mikill meirihluti þátttakenda (96%) á hugmyndafundinum var sammála um að þörf væri á að stofna ný íslensk samtök á sviðinu og 71% sögðu að þau ættu að starfa bæði á sviði fjarnáms og stafræns náms. Hugmyndir um tilgang og áherslur tengdust 12 flokkum: Aðgengi, hagsmunasamstarfi (e. advocacy), framkvæmd, þróunarstarfi, gæðamálum, hæfniþróun, miðlun, rannsóknum, samstarfi, sýnileika, vettvangi og viðburðum.

Talin er þörf á að stofna samtök á sviði fjarnáms og stafræns náms á Íslandi. Undirbúningshópur er tekinn til starfa og stefnt á að samtökin verði stofnuð haustið 2023. Taka þarf ákvarðanir um tilgang, áherslur, markhópa og framkvæmd þannig að samtökin gagnist sem best skólum, fullorðinsfræðslu og atvinnulífi.
Original languageIcelandic
Publication statusPublished - 29 Sept 2023
EventMenntakvika 2023: Ráðstefna í menntavísindum - Háskóli Íslands, Menntavísindasvið, Stakkahlíð, Reykjavík, Iceland
Duration: 28 Sept 202329 Sept 2023
Conference number: 2023
https://menntakvika.hi.is/

Conference

ConferenceMenntakvika 2023
Abbreviated titleMenntakvika
Country/TerritoryIceland
CityReykjavík
Period28/09/2329/09/23
Internet address

Cite this