Viðhorf skjólstæðinga til starfsendurhæfingar á vegum Tryggingastofnunar ríkisins

Sigurður Thorlacius, Gunnar Kr Guðmundsson, Friðrik H. Jónsson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Objectives: Evaluation of opinions of those evaluated by a multidisciplinary team on the evaluation, vocational rehabilitation they participated in and on the effect of the process on their self-confidence and self-reliance. Material and method: The Institute of Social Sciences carried out a telephone survey in October 2001, where it was attempted to contact the 109 individuals evaluated for rehabilitation potential by a multidisciplinary team in the year 2000. The data was analysed using descriptive statistics. Results: 83 (76.1%) replied. After the evaluation 40 individuals were referred to vocational rehabilitation for approximately 2 months in a rehabilitation clinic; 19 were referred to a 6 week personal computer training at a vocational rehabilitation centre and 15 to a longer (usually 18 months) rehabilitation program in the same centre. Approximately 80% were content with the vocational rehabilitation offered. 54% of those evaluated by the multidisciplinary team said that it had been useful for them to meet the members of the team and 59% said that the team had informed them on resources they had not been aware of. Approximately half of the participants said that their self-confidence and self-reliance had increased. Conclusion: Approximately 80% of the participants were content with the vocational rehabilitation offered and approximately 50% had gained more self-confidence and self-reliance.
Tilgangur: Að kanna viðhorf matsþega til endurhæfingarmats og starfsendurhæfingarúrræða á vegum Tryggingastofnunar ríkisins (TR) og áhrif þessa ferlis á sjálfstraust og sjálfsbjargarviðleitni þeirra. Efniviður og aðferðir: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands kannaði viðhorf matsþega fyrir TR í október 2001. Reynt var að finna þá 109 einstaklinga sem metnir höfðu verið af matsteymi á árinu 2000 og tekið viðtal við þá í síma. Við úrvinnslu var notuð lýsandi tölfræði. Niðurstöður: Svör fengust frá 83 (76,1%) af matsþegum. Fjörutíu (48,2%) hafði að tillögu matsteymis verið vísað í atvinnulega endurhæfingu á Reykjalundi, 19 (22,9%) á tölvunámskeið í Hringsjá og 15 (18,1%) í fullt starfsnám í Hringsjá. Um fjórir af hverjum fimm reyndust ánægðir með þá starfsendurhæfingu sem TR hafði boðið þeim uppá á Reykjalundi eða í Hringsjá. Rúmlega helmingur þeirra sem metnir voru af matsteyminu töldu það hafa verið gagnlegt fyrir sig að hitta teymið og 59% matsþega töldu teymið hafa vísað á úrræði sem þeir vissu ekki um fyrir. Um helmingur þátttakenda sagði sjálfstraust sitt og sjálfsbjargarviðleitni hafa aukist frá því mat teymis fór fram. Ályktun: Um 80% þeirra sem vísað var í starfsendurhæfingu á vegum TR voru ánægðir með hana og um helmingur hafði öðlast aukið sjálfstraust og aukna sjálfsbjargarviðleitni við endurhæfinguna.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Sep 2002

Other keywords

  • Tryggingastofnun ríkisins
  • Endurhæfing
  • Örorka
  • Tölfræði
  • LBL12
  • Government Agencies
  • Rehabilitation
  • Rehabilitation, Vocational

Cite this