Viðhorf foreldra til heimavitjana í ung- og smábarnavernd: Lýsandi þversniðsrannsókn

Jórunn Edda Hafsteinsdóttir, Sesselja Guðmundsdóttir, Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, Sigríður Sía Jónsdóttir

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Tilgangur: Heimavitjanir hjúkrunarfræðinga í ung- og smábarnavernd miða að því að veita foreldrum aðstoð og ráðgjöf eftir fæðingu barns, á tíma sem oft er viðkvæmur foreldrunum. Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á viðhorf foreldra til heimavitjana hjúkrunarfræðinga á vegum ung- og smábarnaverndar heilsugæslustöðva og meta hvort munur væri á viðhorfum foreldra með fyrsta barn og þeirra sem höfðu eignast barn áður. Aðferð: Lýsandi þversniðsrannsókn. Úrtakið voru foreldrar sem komu með börn í sex og níu vikna skoðun á heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu í upphafi árs 2020. Foreldrar sem samþykktu þátttöku fengu sendan rafrænan spurningalista með 27 opnum og lokuðum spurningum, 19 spurningum um heimavitjanir og átta spurningum um bakgrunn þátttakenda. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu komu 390 börn í sex eða níu vikna skoðun. Foreldrar 136 barna (35%) svöruðu öllum spurningunum. Af þeim voru 93% konur og rétt tæpur helmingur var að eignast sitt fyrsta barn (49%). Flestir foreldrarnir (92%) voru ánægðir með heimavitjanir hjúkrunarfræðinga í ung- og smábarnavernd og kunnu að meta ráðgjöf, aðstoð og stuðning sem hjúkrunarfræðingar veittu þeim. Flestum fannst heimavitjanirnar hæfilega margar (84%) og hæfilega langar (96%). Lítill hluti foreldra (8,1%) var óánægður með heimavitjanir hjúkrunarfræðinga. Foreldrar með fyrsta barn voru marktækt óánægðari með aðstoð og ráðgjöf sem þeir fengu í heimavitjunum en foreldar sem höfðu eignast barn áður. Ekki var marktækur munur á viðhorfum foreldra með fyrsta barn og þeirra sem höfðu eignast barn áður varðandi tíðni eða lengd heimavitjana. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda sterklega til þess að heimavitjanir hjúkrunarfræðinga í ung- og smábarnavernd séu mikilvægur þáttur í þjónustu við nýbakaða foreldra. Meirihluti þátttakenda var ánægður með heimavitjanir hjúkrunarfræðinga, fjölda þeirra og lengd en alltaf má gera betur. Huga þarf sérstakalega að þörfum foreldra með fyrsta barn þar sem þeir voru marktækt óánægðari með aðstoð og ráðgjöf sem þeir fengu en foreldrar sem höfðu eignast barn áður. Lykilorð: hjúkrunarfræðingar, heimavitjun, ung- og smábarnavernd, foreldrar, heilsugæsla.
Aim: Postnatal home visits from nurses in well-childcare aim to provide parental support and education, at a sensitive time. The purpose of this study was to examine parents’ experience with home visits by nurses from public healthcare centers. Also, to assess if there was a difference in the views of first-time parents and those who have had a child before. Method: Descriptive cross-sectional study. The sample consists of parents who brought children in for six and nine weeks appointments at the healthcare centers in the capital area in Iceland, early in 2020. Parents who agreed to participate were sent an electronic questionnaire with 27 open and closed questions, 19 questions about home visits and 8 about their background. Results: During the study period 390 children came for six or nine weeks appointments at the healthcare centers. Parents of 136 children participated (35%). Most of them (93%) were female and just under half were having their first child (49%). Most participants (92%) were satisfied with home visits and appreciated the counseling and education provided by the nurses. Most found the home visits to be appropriately frequent (84%) and reasonably long (96%). Small part of participants (8,1%) was dissatisfied with home visit from a nurse. First-time parents were significantly more dissatisfied with counseling and education than those who had a child before. No significant difference was between the attitudes of first-time parents and those who had a child before, regarding the frequency or duration of visits. Conclusion: The results of this study strongly indicate that home visits from nurses in well-childcare are important to parents. Most participants were pleased with the home visits by nurses. First time parents need better support because they were significantly more dissatisfied with counseling and education than those who had a child before. Keywords: nurses, home visits,well-childcare, parents, primary care
Original languageIcelandic
JournalTímarit hjúkrunarfræðinga
Publication statusPublished - Mar 2021

Other keywords

  • Ungbarnaeftirlit
  • Heimavitjanir

Cite this