Viðbótarvinnuálag á hjúkrunarfræðinga í bráðaþjónustu: Lýsandi rannsókn

Sveinfríður Sigurpálsdóttir, Ragnar F.Ólafsson, Helga Bragadóttir

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

The work of registered nurses (RNs) is manifold and complex. Each day they encounter unforeseen tasks additional to their daily work that can influence the quality of patient care. Multiple concurrent factors contribute to additional workload or complexity compression, delaying or preventing quality patient outcomes as well as RNs well­being at work. The purpose of this study was to evaluate the complexity compression in RNs in acute care. The study sample were all permanently employed RNs at the Akureyri Regional Hospital in the fall of 2009. Participants were 68 RNs from all hospital units (41.2% response rate). This study is a descriptive quantitative study. An Icelandic version of the Complexity Compression Questionnaire was used for data collection. The questionnaire contains 28 statements about what contributes to RNs’ complexity compression and how frequently. The statements are categorized into: systems factor, work of nursing factor, and personal factor. Data collection was done by mail. The majority of participants agreed to some items from the systems factor, items from the work of nursing factor and items from the personal factor contributing to complexity compression in RNs. Most participants agreed to and more than half had experienced the following to contribute to their complexity compression in the past month: stimuli in the physical environment influencing concentration and additional responsibility due to teaching and supervision of students and new nurses. Participants with more experience perceived complexity compression due to the work of nursing factor less frequently than RNs with less experience (rho= ­0,256, p=0,035). Study findings indicate that factors in the work and work environment of RNs in acute care can contribute to their complexity compression, not the least less experienced RNs. Stimuli in the work environment and additional responsibility due to teaching and supervision contribute particularly to RNs’ complexity compression. It is important for RNs as well as managers in the health care system to identify and react to factors contributing to complexity compression. This study identifies the many factors which may influence the work of RNs.
Störf hjúkrunarfræðinga eru margbreytileg og flókin. Verkefni, sem ekki eru fyrirséð, bætast daglega við venjubundin störf þeirra og getur það haft áhrif á gæði þeirrar hjúkrunar sem veitt er. Fjölmargir samverkandi þættir geta stuðlað að viðbótarvinnuálagi og þannig tafið eða hindrað árangursríka hjúkrun og vellíðan í starfi. Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta viðbótarvinnuálag á hjúkrunarfræðinga á bráðasjúkrahúsi. Úrtak rannsóknar voru allir fastráðnir klínískir hjúkrunarfræðingar á Sjúkrahúsinu á Akureyri haustið 2009. Þátttakendur voru samtals 68 (41,2% svarhlutfall) af öllum deildum sjúkrahússins. Um lýsandi megindlega rannsókn var að ræða. Notaður var spurningalisti um viðbótarvinnuálag (Complexity Compression Questionnaire) sem var þýddur og staðfærður hér á landi. Spurningalistinn inniheldur 28 staðhæfingar um hvað stuðlar að viðbótarvinnuálagi á hjúkrunarfræðinga og hve oft. Staðhæfingarnar eru flokkaðar í stjórnunarþátt, hjúkrunarþátt og einstaklingsþátt. Gagna var aflað með póstkönnun. Flestir þátttakendur voru því sammála að ákveðin atriði innan stjórnunarþáttar, hjúkrunarþáttar og einstaklingsþáttar stuðluðu að viðbótarvinnuálagi á hjúkrunarfræðinga. Það sem flestir þátttakenda voru sammála um að stuðlaði að viðbótarvinnuálagi og meira en helmingur hafði skynjað oft eða alltaf á undangengnum mánuði voru: áreiti í vinnuumhverfi sem hafa áhrif á einbeitingu og viðbótarábyrgð vegna kennslu og leiðsagnar nema og nýrra hjúkrunarfræðinga. Með hækkandi starfsaldri sögðust þátttakendur sjaldnar hafa orðið fyrir viðbótarvinnuálagi vegna hjúkrunarþáttar (rho= ­0,256, p=0,035). Niðurstöður benda til þess að ákveðnir þættir í vinnu og vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga á bráðasjúkrahúsum geti stuðlað að viðbótarvinnuálagi og þá frekar á yngri hjúkrunarfræðinga. Áreiti í vinnuumhverfi og viðbótarábyrgð vegna kennslu og leiðsagnar stuðla helst og oftast að viðbótarvinnuálagi á hjúkrunarfræðinga. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar og stjórnendur í heilbrigðiskerfinu geri sér grein fyrir og bregðist við viðbótarvinnuálagsþáttum. Rannsóknin beinir sjónum að þeim fjölmörgu þáttum sem haft geta áhrif á vinnu hjúkrunarfræðinga.
Original languageIcelandic
JournalTímarit hjúkrunarfræðinga
Publication statusPublished - Dec 2012

Other keywords

  • Hjúkrunarfræðingar
  • Vinnutími
  • Bráðahjúkrun
  • Vinnuálag
  • Workload
  • Nurses
  • Emergency Nursing

Cite this