Abstract
Þótt ekki sé langt síðan skrifað var á sama vettvangi um forvarnasýklalyfjameðferð gegn hjartaþelsbólgu (1), hefur þekking okkar aukist mikið og í nágrannalöndunum hefur ráðleggingunum verið breytt. Mikilvægt er að þær séu einfaldar og auðvelt að fylgja þeim. Í grein Peters Holbrook og félaga, sem birtist í þessu blaði (2), kom í ljós að nokkuð skorti á að íslenskir tannlæknar þekktu vel ábendingar fyrir gjöf forvarnalyfja, svo og að margir gáfu röng lyf og of lengi. Einföldun á ráðleggingum og fræðsla er líkleg til að bæta úr þessum vanda, eins og raunin hefur reyndar orðið á hjá nágrönnum okkar (3,4).
Original language | Icelandic |
---|---|
Journal | Læknablaðið |
Publication status | Published - 15 Aug 1990 |
Other keywords
- Tannlækningar
- Sýklalyf
- Hjarta- og æðasjúkdómar