Abstract
Objective: Splenectomy following trauma is well known and the consequences have been investigated thoroughly. Several splenic diseases are treated by simple splenectomy. Furthermore, it may be necessary to do a splenectomy in case of intraoperative splenic trauma. The aim of this study was to investigate the indications for splenectomy in these two groups of patients and to estimate the longterm results. Material and methods: We analysed all medical files of patients without history of splenic trauma but who nevertheless underwent splenectomy. We noted clinical features, laboratory findings, complications of the operation, volume of bloodloss and longterm results regarding the primary diagnosis. Results: In 1985-1994, 93 patients had splenectomy at the former noted occasions. We found medical files for 89 patients. Of them, 36 had disease of the spleen or diseases associated with it (group A) but 53 had no splenic disease (group B). In group A, a great variety of diseases led to splenectomies, idiopathic thrombocytopenic purpura being in the first place (28%) and non Hodgkin's lymphoma in the second place (12%). In group B the most common operation was a gastrectomy due to gastric cancer (30%) but in second place was an operation of the pancreas in connection with pancreas cancer (13%). The most common clinical indications for splenectomy in group A were thrombocytopenia (34%) and abdominal pain because of an enlarged spleen (23%). Intraoperative trauma (49%) of the spleen was the most common indication in group B. Before the operation, 13 patients got glucocorticoid steroids, nine patients received blood transfusions, and six patients got immunoglobulins, all in group A. There was less bloodloss and therefore a lower need for tranfusions in group A. Longterm results in group A, regarding primary disease, were good in 24 patients (67%), tolerable in three (8%), poor in four (11%) but uncertain in five (14%). Perioperative or postopertive complications were minimal. Often the results of splenectomies are good in patients with splenic diseases and these operations are quite safe. Conclusions: Longterm results are strongly connected with the underlying disease. With greater attention and care we suppose the incidence of splenectomies could be lowered in patients without splenic disease.
Tilgangur: Miltistökur í kjölfar slysa eru vel þekktar og afleiðingar þeírra vel rannsakaðar. Ymsir sjúkdómar sem tengjast milta eru læknaðir með einfaldri miltistöku. Ennfremur getur reynst nauðsynlegt að fjarlægja miltað vegna aðstæðna og eins ef miltað laskast í aðgerð. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna ábendingar miltistöku hjá þessum tveimur hópum auk þess að kanna langtímaárangur hjá þeim fyrrnefnda. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir sjúkraskrár sjúklinga sem gengist höfðu undir miltistöku án undangenginnar áverkasögu á milta. Auk ábendinga fyrir aðgerð voru skráð klínísk einkenni, meðferð fyrir aðgerð, fylgikvillar aðgerða, blóðtap og langtímaárangur metinn með tilliti til upprunalegs sjúkdóms. Niðurstöður: Á árunum 1985-1994 var miltað fjarlægt vegna ofangreinds hjá 93 einstaklingum. Sjúkraskýrslur fundust fyrir 89 sjúklinga. Af þeim höfðu 36 sjúkdóm tengdan milta (hópur A) og 53 utan milta (hópur B). Mjög fjölbreytilegar ábendingar lágu að baki miltistöku hjá hópi A en algengastar voru blóðflögufæðar purpuri (28%) og non-Hodgkins sjúkdómur (12%). Hjá hópi B voru algengustu aðgerðirnar magabrottnám í tengslum við magakrabbamein (30%) og brisaðgerð vegna briskrabbameins (13%). Algengustu klínísku ábendingar miltistöku hjá hópi A voru blóðflögufæð (34%) og kviðverkir vegna stækkaðs milta (23%). Hjá hópi B var langoftast um að ræða áverka á miltað í aðgerð (49%). Fyrir aðgerð fengu 13 sjúklingar barkstera, níu blóð og sex mótefni, allir í hópi A. Að jafnaði varð mun minna blóðtap í tengslum við aðgerð hjá hópi A. Langtímaárangur hjá hópi A með tilliti til upprunalegs sjúkdóms var góður hjá 24 (67%), sæmilegur hjá þremur (8%), lélegur hjá fjórum (11%) en óviss hjá fimm (14%). Fylgikvillar hjá hópi A tengdir aðgerð voru sjaldgæfir. Ályktanir: Oft má ná góðum árangri með miltistöku hjá sjúklingum með miltissjúkdóm og þessar aðgerðir eru yfirleitt hættulitlar. Langtímaárangur er þó verulega háður grunnsjúkdómi. Með betri aðgæslu mætti í mörgum tilvikum fækka miltistökum hjá sjúklingum án miltissjúkdóms.
Tilgangur: Miltistökur í kjölfar slysa eru vel þekktar og afleiðingar þeírra vel rannsakaðar. Ymsir sjúkdómar sem tengjast milta eru læknaðir með einfaldri miltistöku. Ennfremur getur reynst nauðsynlegt að fjarlægja miltað vegna aðstæðna og eins ef miltað laskast í aðgerð. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna ábendingar miltistöku hjá þessum tveimur hópum auk þess að kanna langtímaárangur hjá þeim fyrrnefnda. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir sjúkraskrár sjúklinga sem gengist höfðu undir miltistöku án undangenginnar áverkasögu á milta. Auk ábendinga fyrir aðgerð voru skráð klínísk einkenni, meðferð fyrir aðgerð, fylgikvillar aðgerða, blóðtap og langtímaárangur metinn með tilliti til upprunalegs sjúkdóms. Niðurstöður: Á árunum 1985-1994 var miltað fjarlægt vegna ofangreinds hjá 93 einstaklingum. Sjúkraskýrslur fundust fyrir 89 sjúklinga. Af þeim höfðu 36 sjúkdóm tengdan milta (hópur A) og 53 utan milta (hópur B). Mjög fjölbreytilegar ábendingar lágu að baki miltistöku hjá hópi A en algengastar voru blóðflögufæðar purpuri (28%) og non-Hodgkins sjúkdómur (12%). Hjá hópi B voru algengustu aðgerðirnar magabrottnám í tengslum við magakrabbamein (30%) og brisaðgerð vegna briskrabbameins (13%). Algengustu klínísku ábendingar miltistöku hjá hópi A voru blóðflögufæð (34%) og kviðverkir vegna stækkaðs milta (23%). Hjá hópi B var langoftast um að ræða áverka á miltað í aðgerð (49%). Fyrir aðgerð fengu 13 sjúklingar barkstera, níu blóð og sex mótefni, allir í hópi A. Að jafnaði varð mun minna blóðtap í tengslum við aðgerð hjá hópi A. Langtímaárangur hjá hópi A með tilliti til upprunalegs sjúkdóms var góður hjá 24 (67%), sæmilegur hjá þremur (8%), lélegur hjá fjórum (11%) en óviss hjá fimm (14%). Fylgikvillar hjá hópi A tengdir aðgerð voru sjaldgæfir. Ályktanir: Oft má ná góðum árangri með miltistöku hjá sjúklingum með miltissjúkdóm og þessar aðgerðir eru yfirleitt hættulitlar. Langtímaárangur er þó verulega háður grunnsjúkdómi. Með betri aðgæslu mætti í mörgum tilvikum fækka miltistökum hjá sjúklingum án miltissjúkdóms.
Original language | Icelandic |
---|---|
Journal | Læknablaðið |
Publication status | Published - 1 Nov 1998 |
Other keywords
- Blóðsjúkdómar
- Splenectomy
- Hematologic Diseases
- Splenomegaly