Vörumerkjastjórnun í stafrænum heimi: Fræðilegt yfirlit og tækifæri til nýrrar þekkingaröflunar

Research output: Contribution to conferenceAbstract

Abstract

Vörumerki og vörumerkjastjórnun hafa verið skoðuð frá ýmsum hliðum og haldið fram að vel heppnuð staðfærsla vörumerkja á markaði sé lykillinn að samkeppnisforskoti þeirra. Vörumerki hafa verið skilgreind sem nafn, merki, tákn, umbúðir, hönnun eða annað sem einkennir þau og aðgreinir þau frá öðrum. Sterkustu vörumerkin eru vel þekkt og vel metin og árangursrík vörumerkjastjórnun snýst um að vörumerki séu stöðug og viðeigandi með skýra aðgreiningu. Hinn stafræni heimur felur í sér ýmsar nýjar áskoranir fyrir vörumerki eins og óhindraðan aðgang neytenda að upplýsingum, aukin krafa um lægra verð og þá eiga neytendur samskipti við vörumerki í gegnum marga og oft flókna snertifleti. Kerfisáhrif (network effect) gera það að verkum að lögmálið um einn sigurvegara (winner take all) eru ráðandi þáttur þar sem stafræn vistkerfi (digital ecosystems) eiga í samkeppni á markaði fremur en fyrirtæki. Þá er því haldið fram að stafræn vörumerkjastjórnum snúist í auknum mæli um að auka virði neytenda með því að bjóða upp á snurðulausa stafræna upplifun sem talin er skapa aðgreiningu og samkeppnisforskot fremur en annað. Margir halda fram að þessar nýju áskoranir kalli á breyttar aðferðir í vörumerkjastjórnun. Í erindinu verður farið yfir helstu kenningar þegar kemur að vörumerkjastjórnun í stafrænum heimi, ljósi varpað á helstu áskoranir og spurningar settar fram til að benda á knýjandi þörf fyri aukna þekkingu á þessu sviði.
Original languageIcelandic
Publication statusPublished - 28 Oct 2021
EventÞjóðarspegillinn 2021 - Reykjavík, Iceland
Duration: 29 Oct 2021 → …

Conference

ConferenceÞjóðarspegillinn 2021
Country/TerritoryIceland
CityReykjavík
Period29/10/21 → …

Cite this