Abstract
Á tímum gífurlegra framfara í læknisfræði er ljóst að það er nær ógjörningur fyrir einstaka lækna að vinsa úr öllum þeim fróðleik sem birtist á ári hverju í um 25.000 læknisfræðitímaritum víðs vegar um heim. Á sama tíma eru gerðar auknar kröfur til lækna og annarra að fylgjast með framförum og að leitast við að beita ætíð nýjustu og bestu þekkingu sem völ er á í læknisfræði. Það er því full ástæða til að vekja athygli íslenskra lækna á nýju tímariti í læknisfræði, Evidence-Based Medicine. Linking Research to Practice, sem gefið er út á vegum ameríska læknafélagsins og British Medical Journal forlagsins (1). Tilgangur blaðsins er að birta úrval samantekta eða greina innan kvensjúkdóma- og fæðingarfræði, lyf-, skurð-, geð-, barna- og heimilislækninga, sem eru vel gerðar og liklegar til þess að gagnast í klínískri vinnu.
Original language | Icelandic |
---|---|
Journal | Læknablaðið |
Publication status | Published - 1 Dec 1995 |
Other keywords
- Gagnreynd læknisfræði
- Evidence-Based Medicine