Vísindastörf á Landspítala : alþjóðlegur og íslenskur samanburður

Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, Anna Sigríður Guðnadóttir, Bjarni Þjóðleifsson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Introduction: The study describes an assessment of scientific activity in Landspítali University Hospital for the period 1999-2003. Methods: Bibliometrical methods were used to assess the quantity and quality of the scientific output for Iceland and the three main institutions active in medical sciences, Landspítali University Hospital, (LUH), deCODE genetics (dCg) and the Icelandic Heart Association (IHS). All papers registered in the International Scientific Information (ISI) database with an author affiliated with these institutions were counted and classified. The number of citations were counted in Science Citation Index (SCI). Results: ISI publications for Iceland 1999-2003 were 2094, thereof 517 (25%) from LSH, 102 (5%) from dCg and 35 (1,7%) from IHS. Medical sciences accounted for 147 (33%) of the total in 2001. During the period 1981-2003 the total output of papers from Iceland increased from 0,01 to 0,07% and the total number of citations from 0,01 to 0,09% of the total world production. During the period 1994-98 papers from clinical medicine in Iceland were ranked 1st in the world with 6,7 mean citations when the world mean was 4,1. Molecular biology and genetics were ranked 10th. Conclusion: The assessment shows that the LUH is a leading knowledge institution in Iceland. The international comparision shows that Iceland is among the top 10 nations in quantity and quality of medical research.
Inngangur: Rannsóknin lýsir úttekt á vísindavirkni á Landspítala fyrir tímabilið 1999-2003 og samanburði við innlendar stofnanir, faggreinar og önnur lönd. Aðferðir: Notaðar voru bókfræðimælingar (biblio­graphic methods) til að meta magn og gæði nýrrar þekkingar. Skráður var fjöldi greina sem birtist í tíma­ritum skráðum á Institute of Scientific Informa­tion (ISI) gagnagrunninum og fjöldi tilvitnana í grein­ar talinn í gagnagrunninn Science Citation Index. Könnunin var gerð fyrir Land­spítala, Íslenska erfða­greiningu (ÍE) og Hjartavernd. Niðurstöður: Innlendur ISI samanburður: Landsframleiðsla á ISI greinum 1999-2003 var 2094, 517 (25%) voru frá Landspítala, 102 (5%) frá ÍE og 35 (1,7%) frá Hjartavernd. Samanburður á fagsviðum sýnir að heilbrigðis- og læknisfræði hefur afgerandi forystu með 147 greinar. Landspítali stóð að 70% greina um heilbrigðis- og læknisfræði 2001. Erlendur ISI samanburður: Fjöldi ISI greina í klínískri læknisfræði miðað við fólksfjölda árið 1998 er langt yfir meðaltal 22 OECD-landa og sama gildir um erfðafræði og sameindalíffræði. Tilvitnanir: Könnun fyrir tímabilið 1994-98 sýndi að klínísk læknisfræði er í fyrsta sæti á heimslista með að meðaltali 6,7 tilvitnanir í hverja grein en heimsmeðaltal er 4,1. Sameindalíffræði og erfðafræði er í 10. sæti á heimslista. Gerð var könnun á fjölda tilvitnana hjá 134 vísindamönnum á Landspítala og höfðu fjórtán vísindamenn yfir 1000 tilvitnanir og þar af tveir yfir 5000. Allar tilvitnanir voru taldar óháð höfundaröð. Ályktun: Könnun okkar sýnir að vísindastarf á Landspítala stendur vel bæði hvað varðar magn og gæði og spítalinn er öflugt þekkingarfyrirtæki. Klínískar rannsóknir eru í fyrsta sæti á heimsvísu og byggist það á einstökum efnivið til rannsókna.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Dec 2004

Other keywords

  • Bókfræðimælingar
  • Rannsóknir
  • Tímarit
  • LBL12
  • Fræðigreinar
  • Bibliometrics
  • Peer Review, Research
  • Periodicals

Cite this