Upplýsingar um dánarmein á dánarvottorðum

Laufey Tryggvadóttir, Helgi Birgisson, Jón Gunnlaugur Jónasson, Hrafn Tulinius

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Research has indicated low accuracy of information on the underlying cause of death, recorded on death certificates. When compared to autopsy data, discrepancy has been reported for between 25% and 56% of cases. An Icelandic study reported around 33% discrepancy. Here we report an investigation on the accuracy of information on the underlying cause of death on death certificates of Icelandic cancer patients. The aim was to look for differences in accuracy according to various causes of death, specifically between various cancer groups. Death certificates were cqmpared to autopsy reports for those patients from the following two study groups, who had been autopsied. A: All cancer patients diagnosed in 1971 to 1973 (n=326). B: All women diagnosed with breast cancer in 1974 to 1984 (n=118). In group A we found 25% discrepancy. For cancer deaths the discrepancy was 18%, for circulatory diseases it was 42% and for respiratory diseases 73%. Among cancer deaths, breast cancer had high accuracy, whereas it was low in cancers of the digestive tract. For group B, where three fourth of deaths were caused by breast cancer, the total discrepancy was around 9%. Sensitivity of the death certificates for breast cancer was 93% and the positive predictive value 97%. We conclude that the accuracy of death certificates depends on the cause of death and that for breast cancer in Iceland, the accuracy is satisfactory.
Rannsóknir benda til þess að upplýsingar um undirrót dánarmeins á dánarvottorðum séu talsvert óáreiðanlegar. Þegar þær hafa verið bornar saman við upplýsingar á krufningarskýrslum hefur komið fram allt frá 25% og upp í 56% misræmi. Í íslenskri rannsókn kom fram um 33% misræmi. Hér er greint frá athugun á áreiðanleika upplýsinga um undirrót dánarmeins á dánarvottorðum íslenskra krabbameinssjúklinga. Tilgangurinn var að athuga hvort áreiðanleikinn væri ólíkur eftir dánarorsökum, og að skoða sérstaklega hina ýmsu flokka krabbameina. Gerður var samanburður á dánarvottorðum og krufningarskýrslum fyrir einstaklinga, sem höfðu látist og verið krufnir, úr eftirfarandi tveimur hópum. A: Allir sem greindust með krabbamein á árunum 1971-1973 (fjöldi 326) og B: Allar konur sem greindust með brjóstakrabbamein árin 1974-1983 (fjöldi 118). Hjá hópi A kom fram 25% heildarmisræmi. Fyrir þá sem létust úr krabbameinum var misræmið aðeins 18%, en 42% fyrir þá sem létust úr blóðrásarsjúkdómum og um 73% þegar dánarmein voru sjúkdómar í öndunarfærum. Innan krabbameina var best útkoma hjá þeim sem létust úr brjóstakrabbameini, en misræmi var talsvert fyrir krabbamein í meltingarvegi. Hjá hópi B var heildarmisræmi rúmlega 8%. Hjá þeim konum sem létust af völdum brjóstakrabbameins var það 7%. Næmi dánarvottorðanna fyrir brjóstakrabbamein var 93% og jákvætt spágildi 97%. Við ályktum að gæði upplýsinga á dánarvottorðum tengist því verulega hvert dánarmeinið er, og að fyrir brjóstakrabbamein á Íslandi séu upplýsingarnar viðunandi.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Oct 1993

Other keywords

  • Dánarmein
  • Skráning gagna
  • Death Certificates
  • Cause of Death
  • Iceland

Cite this