Um sjúkraflug

Björn Gunnarsson*

*Corresponding author for this work

Research output: Contribution to journalEditorial

Abstract

Sjúkraflug er mikilvægur hlekkur í bráðaþjónustu utan spítala. Það kemur fyrst og fremst að gagni þegar það styttir tímann þangað til alvarlega veikir eða slasaðir fá sérhæfða læknishjálp. Oft skiptir þar mestu að viðbragðstími og flutningstími sé sem stystur, til dæmis þegar sjúklingur er með heilaslag vegna blóðþurrðar. Stundum skiptir öllu að sjúklingur fái sérhæfða læknishjálp fyrir flutning og/eða meðan á honum stendur (pre-hospital critical care). Þar getur til dæmis verið um að ræða endurlífgun, öndunaraðstoð, stöðvun mikilla blæðinga og afléttingu þrýstiloftbrjósts. Inngrip þarf stundum að gera við erfiðar aðstæður og þar veldur hver á heldur. Reynsla og góður undirbúningur skiptir augljóslega miklu máli.
Original languageIcelandic
Pages (from-to)7
Number of pages1
JournalLaeknabladid
Volume103
Issue number1
DOIs
Publication statusPublished - 5 Jan 2017

Other keywords

  • Sjúkraflug
  • Bráðalækningar
  • Critical Care
  • Emergency Medical Services
  • Air Ambulances
  • Ambulances

Cite this