Um meðferð sjúklinga erlendis [ritstjórnargrein]

Hróðmar Helgason

Research output: Contribution to journalArticle

Abstract

Á undanförnum tveimur áratugum höfum við séð verulegar breytingar á tilvísunum sjúklinga til læknismeðferðar erlendis. Er ég hóf störf á Barnaspítala Hringsins sem aðstoðarlæknir á árinu 1979 var ekki búið að setja upp tölvusneiðmyndatæki hérlendis og sjúklingar voru sendir í stórum stíl í slíkar rannsóknir til Noregs. Þetta gekk um nokkurt skeið eða þar til þessi rannsóknartækni var sett upp hérlendis. Um árabil voru kransæðasjúklingar sendir til Englands til blásninga (balloon angioplasty) og aðgerða þar til þessi starfsemi var tekin upp hér heima. Glasafrjóvganir voru enn einn vaxtarbroddur íslenskrar læknisfræöi sem á rætur sínar í Glasgow í Skotlandi og hefur fært gleði og hamingju inn í barnlausar fjölskyldur. Hjartaskurðaðgerðir vegna meðfæddra hjartasjúkdóma eru enn að hluta til framkvæmdar erlendis. Á síðastliönum fjórum árum hafa allar þær aðgerðir þar sem ekki var þörf á hjarta- og lungnavél verið framkvæmdar á íslandi og á þessu ári aö auki um þriðjungur þeirra aðgerða þar sem hjarta- og lungnavél var notuð. Á síðustu árum hafa börn sem lent hafa í axlarklemmu við fæðingu og fengið lamaðan handlegg verið send utan í taugaaðgerð.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Jan 1998

Other keywords

  • Sjúkrahús
  • Kostnaður
  • Sjúkraflutningar

Cite this