Abstract

Búseta mótar líf fólks með margvíslegum hætti og skilyrðir dagleg samskipti við
fjölskyldu, vini og nágranna, möguleika til náms og starfa og þá þjónustu og
afþreyingu sem völ er á. Fyrir hvern og einn skiptir höfuðmáli að geta valið sér
búsetu í samræmi við langanir sínar og þarϮr en búferlaϱutningar hafa einnig
djúpstæð áhrif á einstök samfélög. Búferlaϱutningar eiga sér margvíslegar orsakir og ólíkir þættir geta skipt máli eftir því hvort leitað er skýringa á fyrirætlunum eða ákvörðunum einstaklinga á tilteknum tíma eða straumum búferla-
ϱutninga innan lands eða utan í sögulegu ljósi. Hér er fjallað um byggðafestu og
búferlaϱutninga á Íslandi í ljósi viðamikils rannsóknaverkefnis sem unnið var á
vegum Byggðastofnunar í samstarϮ við háskólakennara við innlenda og erlenda
háskóla. Fjallað er um búferlaϱutninga og tengsl þeirra við íbúaþróun, ólíkar
tegundir búferlaϱutninga og tengsl fyrirætlana og raunverulegra ϱutninga. Þá
er mannfjöldaþróun og breytingar á mynstri búferlaϱutninga innanlands rakin
og fjallað um innϱytjendur á Íslandi og Íslendinga erlendis. Rætt er um tengsl
búferlaϱutninga við þætti á borð við menntun, atvinnu, samgöngur, húsnæði,
þjónustu, búsetuánægju, staðartengsl, fjölskyldu og vini, jafnrétti kynjanna og
slúður. Að lokum er lagt mat á framtíðarhorfur í búferlaϱutningum og hugsanleg áhrif þeirra á byggðaþróun.
Original languageIcelandic
Title of host publicationByggðafesta og búferlaflutningar á Íslandi
EditorsÞóroddur Bjarnason
Place of PublicationReykjavík
PublisherHáskólaútgáfan
Chapter1
Pages13-21
Number of pages9
ISBN (Print)978-9935-23-285-4
Publication statusPublished - 2022

Cite this