Truflun á meðhöndlun mótefnafléttna hjá sjúklingum með herslismein

Árni Jón Geirsson, Guðmundur J. Arason, Þóra Víkingsdóttir, Helgi Valdimarsson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Komplímentkerfið getur hindrað myndun stórra mótefnafléttna (immune complex), sem falla út í æðaveggi. Rannsakaðir voru 18 sjúklingar með herslismein (systemic sclerosis, scleroderma), 16 konur og tveir karlar. Meðalaldur sjúklinganna var 53,5 ár og sjúkdómslengd 9,9 ár. Þrettán sjúklinganna höfðu lítt virkan sjúkdóm en fimm höfðu virkan sjúkdóm. Til samanburðar voru rannsakaðir 103 handahófsvaldir blóðþegar og 30 sjúklingar með iktsýki. I ljós kom að sermi sjúklinga með herslismein reyndist hafa skerta getu til að halda mótefnafléttum á floti samanborið við fríska blóðgjafa og sjúklinga með iktsýki (p<0,001). Virkni komplímentkerfis sjúklinga með herslismein til að sundra rauðum blóðkornum CH50 (total hemolytic compliment) var hins vegar eðlileg í öllum nema einum. Atta sjúklinganna höfðu hækkun á C3d, en engin fylgni var á milli C3d hækkunar og lítillar virkni komplímentkerfisins til að halda mótefnafléttum á floti. Þessar niðurstöður benda til þess að sjúklingar með herslismein hafi galla í komplímentkerfinu, sem geti torveldað þeim að hreinsa mótefnafléttur úr líkamanum.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Oct 1992

Other keywords

  • Herslismein
  • Scleroderma, Systemic
  • Immune Complex Diseases

Cite this