Tilvísanir til sérgreinalækna : umfang tilvísana heimilislæknis og þörf á sérfræðiþjónustu

Þorgils Sigurðsson, Jóhann Ág Sigurðsson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Objective: To examine prospectively the longterm pattern of referrals of one family practitioner. Material and methods: Over a period of 8.5 years (1989-1998), the referral process of one general practitioner (GP) during his daytime practice in the Akureyri district (inhabitants around 17,000), Iceland, was examined. In this area there were 11 GPs working at the Community Health Centre, and 40 specialists, most of whom were based at the Community Hospital or working as consultants in their pri-vate practice. Results: In the 8.5 year period one GP (one of the authors, HÞS) had 40,634 patient encounters with 8,463 persons (4.7 encounters per person). Of those, 24,952 (61%) were office visits by 7,208 persons (3.5 visits per person). A total of 1672 patients were referred to a specialist, of whom 215 were emergency cases. The number of referrals was 41 per 1000 total encounters, and 67 of 1000 office encounters. There were 1613 (96.5%) completed written responses from the specialists. Most were referred to internists (28%), orthopaedists (16%), general surgeons (12%), ear, nose and throat specialists (11%), paediatrists (8%) and gynaecologists (8%). Of those referred to internists, 43% were referred to gastroenterologists and 25% to cardiologists. There were 339 referrals for patients younger than 16 years (54% boys). Of those, 41% were referred to paediatrists, 26% to an ear, nose and throat specialists, 9% to orthopaedists and 7% to surgeons. Conclusions: The use of a written referral works well in Akureyri. Information on the number and types of referrals could be useful for determining the appropriateness for allocations and future development of speciality resources in each area. It could also serve as a method to help family practitioners choose areas of their continuous medical education.
Tilgangur: Að skoða heildartíðni tilvísana heilsugæslulæknis yfir langt tímabil og skiptingu þeirra milli sérgreina læknisfræðinnar. Efniviður og aðferðir: Athugaðar voru allar tilvísanir í dagvinnu eins heilsugæslulæknis á Akureyri (HÞS) til sérfræðinga á átta og hálfs árs tímabili (1989-1998). Á upptökusvæðinu voru um 17 þúsund íbúar, 11 heimilislæknar á heilsugæslustöð og um 40 sérgreinalæknar, sem flestir voru á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og/eða stunduðu sérfræðistörf á stofum. Niðurstöður: Á átta og hálfu ári voru alls skráð 40.634 samskipti HÞS við samtals 8.643 einstaklinga (4,7 heildarsamskipti við einstakling). Viðtöl á stofu voru 24.952 (61%) við samtals 7.208 einstaklinga (3,5 viðtöl á stofu á einstakling). Sjúklingum var vísað í 1672 skipti til sérfræðinga, þar af 215 á bráðamóttöku. Fjöldi tilvísana var alls 41 á 1000 heildarsamskipti en 67 tilvísanir af 1000 viðtölum á stofu voru sendar til sérfræðinga. Alls bárust 1613 (96,5%) skrifleg svör frá sérfræðingum. Flestum sjúklingum var vísað til lyflækna (28%), bæklunarskurðlækna (16%), almennra skurðlækna (12%), HNE-lækna (11%), barna-lækna (8%) og kvensjúkdómalækna (8%). Af þeim sem vísað var til lyflækna var 43% vísað til meltingarlækna og 25% til hjartalækna. Börnum yngri en 16 ára var vísað í 339 tilvikum (drengir 54%), oftast til barnalækna (41%), HNE-lækna (26%), bæklunarskurðlækna (9%) og skurðlækna (7%). Ályktanir: Gagnkvæm skrifleg samskipti í formi tilvísana milli heilsugæslulæknis og sérfræðinga ganga vel á Akureyri. Niðurstöður geta nýst við mat á hvaða sérfræðiaðstoð nýtist skjólstæðingum heimilislækna best á hverju svæði, ef tekið er tillit til tíðni tilvísana til mismunandi sérgreina. Einnig geta athuganir sem þessar orðið heilsugæslulækni að gagni við val á viðhalds- og framhaldsmenntun sinni.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Jul 1999

Other keywords

  • Heimilislækningar
  • Referral and Consultation
  • Family Practice
  • Specialties, Medical

Cite this