Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum

Sigurður Ingvarsson*

*Corresponding author for this work

Research output: Chapter in Book/Report/Conference proceedingChapter

Abstract

Meginviðfangsefni Tilraunastöðvarinnar er rannsóknir á dýrasjúkdómum og varnir gegn þeim. Tilraunastöðin hefur skapað sér sérstöðu með framúrskarandi rannsóknum m.a. vegna mannauðs og sérstakrar sjúkdómastöðu á Íslandi sem tiltölulega auðvelt er að halda skráningu yfir. Vegna einangrunar landsins eru hér vel skilgreindir dýrastofnar sem hafa annað næmi fyrir ýmsum sjúkdómum en gengur og gerist. Rannsóknir á slíkum efnivið hefur gefið Tilraunastöðinni sérstöðu. Helstu rannsóknasviðin voru ónæmis- og sjúkdómafræði fiska, hæggengir smitsjúkdómar, þ.e. mæði-visna, riða og skyldir sjúkdómar, sumarexem í hestum og sníkjudýra- og sýklafræði. Allmargir áfangar náðust sem kynntir voru á fjölmörgum ráðstefnum hérlendis og erlendis. Í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum birtust m.a. niðurstöður rannsókna í príon-, veiru-, bakteríu, sníkjudýra- og ónæmisfræðum. Þar af voru birtar fimmtán greinar í ISI- tímaritum, sem er nálægt meðaltali síðastliðinn áratug en ívið lægra en síðustu þrjú ár. Flestir sérfræðingar stofnunarinnar eiga samstarf við innlenda- og erlenda vísindamenn. Tilraunastöðin hefur þjónustuskyldur varðandi greiningar á dýrasjúkdómum sem eru í nánum tengslum við rannsóknirnar til að samlegðaráhrif verði sem best. Sértekjur fengust vegna útseldrar sérfræðivinnu, einkum vegna sjúkdómagreininga. Vegna ákvörðunar Landbúnaðarstofnunar að starfrækja ekki rannsóknastofu sem var áður á Keldum, þá yfirtók Tilraunastöðin ákveðin verkefni við sjúkdómagreiningar. Tilraunastöðin framleiddi bóluefni og mótefnablóðvökva gegn bakteríusjúkdómum í sauðfé. Einnig var safnað blóði úr hrossum, kindum og naggrísum til notkunar á rannsóknastofum. Smádýr voru notuð við tilraunir, bæði fyrir Tilraunastöðina og aðrar rannsóknastofnanir.
Original languageIcelandic
Title of host publicationÁrbók Háskóla Íslands 2007
PublisherHáskólaútgáfan
Pages230-231
Number of pages2
Publication statusPublished - 31 Dec 2007

Cite this