Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum - Ársskýrsla 2013

Research output: Book/ReportResearch report

Abstract

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum er eini vettvangurinn í landinu þar sem stundaðar eru rannsóknir á dýrasjúkdómum á mörgum fræðasviðum. Tilraunastöðin er rótgróin og framsækin háskólastofnun með margvíslega starfsemi og starfar fyrst og fremst sem rannsóknastofa. Rannsakaðir eru sjúkdómar í flestum spendýrategundum Íslands og allmörgum fugla- og fisktegundum. Tilgangur rannsóknanna er að efla skilning á eðli sjúkdóma og skapa nýja þekkingu. Heilbrigð dýr eru forsenda arðvænlegs landbúnaðar og fiskeldis. Einnig er mikilvægi heilbrigðra dýra sem bera ekki sjúkdóma í menn hvati að hagnýtingu rannsóknanna. Mikilvægt er að stofnunin geti brugðist sem skjótast við nýjum og aðkallandi vandamálum á sviði sjúkdómagreininga. Tilraunastöðin tengist læknadeild Háskóla Íslands og hefur sérstaka stjórn og sjálfstæðan fjárhag. Starfseminni er skipt í þrjár fagdeildir; 1) veiru- og sameindalíffræðideild, 2) bakteríu- og sníkjudýradeild og 3) rannsóknadeild fisksjúkdóma.
Original languageIcelandic
Number of pages85
Publication statusPublished - 2013

Publication series

NameÁrsskýrslur Keldna
PublisherTilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum

Cite this