Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum - Ársskýrsla 2018

Research output: Book/ReportResearch report

Abstract

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum er leiðandi stofnun í rannsóknum á sjúkdómum og sjúkdómavörnum dýra. Rannsakaðir eru sjúkdómar í flestum spendýrategundum Íslands og allmörgum fugla- og fisktegundum. Tilgangur rannsóknanna er að efla skilning á eðli sjúkdóma og skapa nýja þekkingu. Heilbrigð dýr eru forsenda arðvænlegs landbúnaðar og fiskeldis. Mikilvægt er að dýr beri ekki sjúkdóma í menn með matvælum eða öðrum hætti. Stofnunin þarf að geta brugðist sem skjótast við nýjum og aðkallandi vandamálum á sviði sjúkdómagreininga. Viðbúnaður þarf að vera til staðar vegna vandamála sem upp kunna koma með tilheyrandi mannauði og aðstöðu. Tilraunastöðin tengist læknadeild Háskóla Íslands og hefur sjálfstæða stjórn og fjárhag. Starfseminni er skipt í þrjár fagdeildir; 1) veiru- og sameindalíffræðideild, 2) bakteríu- og sníkjudýradeild og 3) rannsóknadeild fisksjúkdóma.
Original languageIcelandic
Number of pages78
Publication statusPublished - 2018

Publication series

NameÁrsskýrslur Keldna
PublisherTilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum

Cite this