Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Árbók Háskóla Íslands 2004, pp. 203-204

Sigurður Ingvarsson*

*Corresponding author for this work

Research output: Chapter in Book/Report/Conference proceedingChapter

Abstract

Meginviðfangsefni er rannsóknir á sjúkdómum og varnir gegn þeim, einkum í dýrum. Helstu rannsóknasviðin voru ónæmis- og sjúkdómafræði fiska, hæggengir smitsjúkdómar, þ.e. mæði-visna, riða og skyldir sjúkdómar, sníkjudýra- og sýklafræði. Allmargir áfangar náðust sem kynntir voru á fjölmörgum ráðstefnum hérlendis og erlendis. Í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum birtust niðurstöður rannsókna á ónæmiskerfi þorsks og lúðu, bóluefnum gegn fisksjúkdómum, bakteríusýkingum í sauðfé og hestum, áhrifum lýsis á bakteríusýkingar, sníkjudýrum í sniglum, hrossalús, genaklónun úr mýflugum, heymaurum, útbreiðslu mæði-visnu veiru, vif-geni mæði-visnu veiru, erfðabreytileika æðafugls og krabbameini. Unnið var að alþjóðlegum samvinnuverkefnum styrktum af Evrópusambandinu, þ.e. á príonsjúkdómum, lentiveirum og þróun ónæmiskerfis fiska. Ennfremur styrkti „Agricultural Research Service" í Bandaríkjunum rannsóknir á faraldsfræði Campylobacter. Flestir sérfræðingar stofnunarinnar eiga samstarf við innlenda og erlenda vísindamenn. Fjórir nemendur í rannsóknarnámi luku meistaraprófi. Sértekjur fengust fyrir útselda sérfræðivinnu, einkum vegna sjúkdómagreininga. Tilraunastöðin framleiddi bóluefni og mótefnablóðvökva gegn bakteríusjúkdómum í sauðfé. Einnig var safnað blóði úr hrossum, kindum og naggrísum til notkunar á rannsóknastofum. Smádýr voru ræktuð til notkunar við tilraunir, bæði fyrir Tilraunastöðina og aðrar rannsóknastofnanir. Úttekt á starfsemi tilraunastöðvarinnar var framkvæmd af alþjóðlegum starfshóp undir forystu M. Sharp.
Original languageIcelandic
Title of host publicationÁrbók Háskóla Íslands 2004
Pages203-204
Number of pages2
Publication statusPublished - 31 Dec 2004

Cite this