Tilkall til fortíðar. Saga fyrir konu sem ekki átti sögu.

Research output: Chapter in Book/Report/Conference proceedingChapterpeer-review

Abstract

Í greininni tekst höfundur á við eigin minningar og minningar fjölskyldu sinnar um leið og hún leitar leiða til að skrifa fræðilegan texta og draga upp mynd af lífi föðurömmu sinnar. Sigfríð Tómasdóttir fæddist á Seyðisfirði 31. maí 1907. Hún var ómagi, matráðskona og einstæð móðir. Saga hennar er ekki aðeins saga um hugmyndaríka og hjartahlýja alþýðukonu heludr fjallar hún einnig um flóknar fjölskyldugerðir, vináttu og valdahlutföll í íslensku samfélagi á tuttugustu öld. Vandamálið sem blasir við sagnfræðingnum sem skrifar sögu hennar er að Sigfríð skildi ekki mikið af heimildum eftir sig, aðeins örfá bréf og póstkort, einhverjar ljósmyndir og veraldlega muni, en töluvert af minningum sem greinarhöfundur leitar ólíkra leiða til að miðla svo að hægt sé að segja sögu af konu sem taldi sig ekki eiga erindi á sjöld sögunnar en greinahöfundur gerir nú tilkall til og telur að eigi erindi við aðra.
Original languageIcelandic
Title of host publicationMargar myndir ömmu.
Subtitle of host publicationKonur og mótun íslensks samfélags á 20. öld.
EditorsIrma Erlingsdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Sigrún Alba Sigurðardóttir, Sólveig Anna Bóasdóttir
Place of PublicationReykjavík
PublisherRannsóknarstofa í kvenna- og kynjafræðum
Pages215-244
Number of pages29
VolumeIV
EditionFléttur
ISBN (Print)978-9935-23-112-3
Publication statusPublished - 2016

Cite this