Tíðni persónuleikaraskana á Stór-Reykjavíkursvæðinu

Eiríkur Líndal, Jón G. Stefánsson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

The prevalence of personality disorders was estimated in a sample of 805 individuals randomly selected from the greater Reykjavik area. The sample consisted of 3 equally large cohorts of persons born in 1931, 1951 and 1971. The individuals were asked to participate in a survey of mental health. Of those contacted, 52% of the total group participated. The instrument used for estimating personality disorders was the DIP-Q. The results show that the overall percentage with any disorder was 11 % according to DSM-IV and 12 % according to ICD-10. The most frequent disorder of the whole group, according to DSM-IV criteria, was obsessive-compulsive personality disorder (7.3 %) and schizotypal personality disorder according to ICD-10 criteria, which was to be found in 9% of the group. Other disorders were less frequently found. Comorbidity was high among those with a personality disorder. Of those with disorders according to DSM-IV, 67% had more than one disorder. Similarly, according to the ICD criteria, comorbidity was to be found in 80% of the sample. Among women, anxious/avoidant personality disorder was the most common, with the highest sub-group prevalence found among those born in 1971. Similarly, among the men, schizotypal personality disorder was the most common, and most commonly found in the 1971 age group.
Tilgangur: Að kanna hversu algengar persónuleikaraskanir væru á meðal einstaklinga á mismunandi aldri á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Efniviður og aðferðir: Tíðni persónuleikaraskana var könnuð í hópi 805 einstaklinga, valinna af handahófi af Stór-Reykjavíkursvæðinu. Í úrtakinu voru þrír hópar fæddir árin 1931, 1951 og 1971. Einstaklingunum var boðið að taka þátt í könnun á geðheilbrigði. 52% þeirra sem haft var samband við samþykktu að taka þátt í könnuninni. Persónuleikaprófið DIP-Q var notað til að meta persónuleikaröskun. Niðurstöður: Niðurstöðurnar eru þær að 11% af öllum hópnum voru með einhverja persónuleikaröskun samkvæmt DSM-IV og 12% samkvæmt ICD-10 kerfinu. Algengasta röskunin samkvæmt DSM-IV var persónuleikaröskun þráhyggju- og áráttugerðar (7,3 %), en persónuleikaröskun geðklofagerðar samkvæmt ICD-10 (9%). Aðrar raskanir voru sjaldgæfari. Af þeim sem voru með persónuleikaröskun samkvæmt DSM-kerfinu höfðu 67% fleiri en eina röskun en samkvæmt ICD- kerfinu 80%. Á meðal kvenna var algengasta persónuleikaröskunin hliðrunarpersónuleikaröskun og var algengust hjá konum fæddum 1931. Á meðal karla var algengasta röskunin persónuleikaröskun geðklofagerðar og var algengust hjá körlum fæddum árið 1971. Ályktun: Þær tíðnitölur sem fram koma í rannsókninni eru mjög sambærilegar við þær sem fram hafa komið hjá nágrannaþjóðum okkar um fjölda þeirra sem búast má við að séu með persónuleikaraskanir í hverju þjóðfélagi. Þetta er fyrsta könnunin sem gerð hefur verið svo vitað sé um algengi persónuleikaraskana meðal almennings á Íslandi.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Mar 2009

Other keywords

 • Geðsjúkdómar
 • Mælingar
 • Mælitæki
 • Persónuleikatruflanir
 • Adult
 • Age Factors
 • Aged
 • Cohort Studies
 • Comorbidity
 • Compulsive Personality Disorder
 • Female
 • Health Surveys
 • Humans
 • Iceland
 • International Classification of Diseases
 • Male
 • Middle Aged
 • Personality Disorders
 • Prevalence
 • Psychiatric Status Rating Scales
 • Schizoid Personality Disorder
 • Sex Factors

Cite this