Tíðni forréttinga meðal almennra tannlækna

Aríl Sól Salómonsdóttir, Sigurbjörg Inga Björnsdóttir, Teitur Jónsson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Tilgangur rannsóknarinnar var að afla upplýsinga um forréttingar meðal almennra tannlækna; hversu algengar þær séu og hvaða aðferðir eða tæki helst notuð. Einnig var skoðað hvort kyn, aldur, starfsaldur eða fjarlægð til næsta tannréttingasérfræðings skipti máli þegar tekin er ákvörðun um forréttingu. Aðferðir: Rafrænn spurningalisti með 14 spurningum var sendur til allra félagsmanna Tannlæknafélags Íslands (TFÍ), samtals 284 manns, en 273 þeirra eru starfandi. Svarhlutfallið var 45,4% þar sem 124 svör bárust, þar af 99 frá starfandi almennum tannlæknum. Einnig var stuðst við upplýsingar frá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) um fjölda þenslugóma sem fengust endurgreiddir á fimm ára tímabili. Niðurstöður. Mikill meirihluti almennra tannlækna á Íslandi sinnir forréttingum að einhverju leyti. Tíðni forréttinga hafði nokkra fylgni við kyn, en ekki fannst samband við aldur eða starfsaldur tannlækna og ekki við aðgang að tannréttingasérfræðingi í sveitarfélaginu. Tölur frá SÍ um fjölda umsókna eru mun lægri en niðurstöður rannsóknarinnar og benda til þess að hluti þenslugóma sem gerðir eru árlega sé ekki endurgreiddur eða að fjöldi þeirra sé ofmetinn í könnuninni. Ályktun: Meirihluti almennra tannlækna sinnir forréttingum að einhverju leyti, en fáir í miklum mæli. Kvenkyns tannlæknar drógu marktækt oftar úr barnatennur en karlar, Helstu tannréttingatæki sem smíðuð eru á tannsmíðaverkstæðum eru gómplötur með framfærslufjöður/fjöðrum, þenslugómar og bithækkunarplötur.
The purpose of the study was to assess the prevalence and types of early orthodontic treatment and interventions carried out by general dentists and to analyze associations with the age of the dentist, gender, length of time in service and distance to the next orthodontic specialist. Methods: Electronic questionnaire with 14 questions was sent to all members of the Icelandic Dental Association, a total of 284 individuals, of whom 273 are considered in active service. The descriptive data were displayed graphically and analyzed with correlation tests. Another source of information was statistics from the Icelandic Health Insurance (IHI) about the number of expansion plates refunded in the years 2009–2013. Results: The answers from 99 general dentists show that most of them carry out some form of interceptive orthodontic treatment. Early orthodontic treatment has some associations with gender, whereas age, length of time in service or a practicing orthodontist in the community does not. The statistics from The IHI are in contrast with the results of the questionnaire and indicate that a part of expansion plates is not refunded or that their number is overestimated in the survey. Conclusion: The majority of general dentists in Iceland carries out interceptive orthodontic treatment in children, at least occasionally. Female dentists remove deciduous teeth as an orthodontic intervention more frequently than their male colleagues. The most usual orthodontic appliances made in dental laboratories are removable plates with spring or springs, expansion plates and bite raising plates.
Original languageIcelandic
JournalTannlæknablaðið
Publication statusPublished - 2014

Other keywords

  • Tannréttingar
  • Tannlækningar
  • Kannanir
  • Tíðni
  • Dentistry
  • Orthodontics, Interceptive
  • Orthodontics
  • Questionnaires

Cite this