Svæðisgarnabólga á Íslandi 1980-1989 : afturskyggn faraldsfræðileg rannsókn

Sigurður Björnsson, Jóhann Heiðar Jóhannsson, Einar Oddsson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Objective: To find the incidence of Crohn's disease in Iceland during the past decade for comparison with previous study and incidence figures from neighbouring countries. Methods: A nationwide retrospective study of the incidence of Crohn's disease in Iceland for the 10-year period 1980-1989 was conducted. New cases were retrieved by review of all small and large intestinal tissue specimens with any type of inflammation submitted to the two departments of pathology in Iceland. All cases with the slightest possibility of Crohn's disease were followed clinically by examining their hospital, outpatient and x-ray records. In addition all small intestinal x-rays with the diagnosis of Crohn's disease were screened. The criteria of Lennard-Jones were used to confirm or exclude Crohn's disease. Results: Thus 75 patients were found, 36 men and 39 women, M/F ratio 0.9. The mean annual incidence was 3.1/100,000, which is a three fold increase compared to the period 1970-1979. The incidence of Crohn's disease in Iceland is still the lowest among the neighbouring countries. The highest age specific incidence was in the age group 60-69 years, 8.9/ 100,000, which is unusual. The most frequent localization of the intestinal inflammation at diagnosis was colon only (54.7%). The second most common localization was ileum only (25.3%), but in 18.7% of the patients the disease involved both ileum and colon. Inflammation limited to the colon was significantly more frequent in the older age groups. There was a family history of inflammatory bowel disease (IBD) in 8% of the cases. Conclusion: The incidence of Crohn's disease in Iceland, while still low compared to that of the neighbouring countries, is rising. The reason for this increase is unknown.
Markmið: Að finna nýgengi svæðisgarnabólgu (Crohn's disease) á Íslandi á liðnum áratug og að gera samanburð við fyrri könnun á nýgengi sjúkdómsins á árabilinu 1950-1979 og við kannanir í nágrannalöndunum. Aðferðir: Gerð var afturskyggn rannsókn á nýgengi svæðisgarnabólgu á Íslandi á árunum 1980-1989. Öll bólgin mjógirnis- og ristilsýni sem bárust í vefjagreiningu á meinafræðideildum á landinu, voru athuguð og grunsamlegum tilfellum var fylgt eftir með því að kanna sjúkraskýrslur og röntgen, speglunar- og aðgerðarlýsingar. Mjógirnismyndir sem fengið höfðu greininguna svæðisgarnabólga, voru einnig kannaðar. Viðurkenndum skilmerkjum var síðan beitt við sjúkdómsgreiningu. Skrá yfir áður greinda sjúklinga á tímabilinu 1950-1979 auðveldaði staðfestingu á því, að eingöngu væri um ný sjúkdómstilfelli að ræða. Niðurstöður: Á tímabilinu fundust 75 einstaklingar með svæðisgarnabólgu, 36 karlar og 39 konur, kynjahlutfall 0,9. Aldur var fjögur til 78 ár og hæst var nýgengið í aldurshópnum 60-69 ára, 8,9 tilfelli á 100.000 íbúa á ári. Meðalnýgengi var 3,1 tilfelli á 100.000 íbúa á ári. Algengast var að bólgubreytingarnar væru bundnar við ristil (54,7%), næst komu breytingar bundnar við endahluta dausgarnar (25,3%), og loks breytingar bæði í dausgörn og ristli (18,7%). Bólga bundin við maga fannst hjá einum sjúklingi. Tveir þriðju hlutar sjúklinganna (67%) greindust innan sex mánaða frá byrjun einkenna. Upplýsingar um ættingja með staðfestan þarmabólgusjúkdóm fengust í 8% tilfella. Ályktun: Nýgengi sjúkdómsins hefur þrefaldast miðað við tímabilið 1970-1979, en er þó enn lágt miðað við tölur frá svipuðu tímabili í nágrannalöndunum. Nýgengisaukningin er talin raunveruleg og ekki byggð á bættum eða breyttum greiningaraðferðum.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Jun 1996

Other keywords

  • Svæðisgarnabólga
  • Iceland
  • Inflammatory Bowel Diseases
  • Retrospective Studies
  • Crohn Disease
  • Epidemiology

Cite this