Styrkleiki og líðan tannlækna kannað með jákvæðri sálfræði

Kristín Gígja Einarsdóttir

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Tannlæknar eru fámenn stétt hér á landi. Starfsumhverfi þeirra er almennt talið streituvaldandi bæði andlega og líkamlega. Lítið hefur verið rannsakað hvernig staða þessa hóps er hér á landi hvað varðar lífshamingju, vellíðan og ánægju í starfi. Tilgangur og markmið þessarar könnunar, var að varpa ljósi á stöðu tannlækna á Íslandi þegar kemur að hamingju og vellíðan. Til þess var Vellíðanarkvarðinn notaður, en hann hefur verið nýttur sem skimunartæki við greiningu á þunglyndi á heimsvísu. Ennfremur var þessi hópur styrkleikagreindur með aðstoð VIA styrkleikaprófsins. Könnunin var send rafrænt til allra félagsmanna Tannlæknafélagsins sem eru á netfangalista. Niðurstöðurnar voru svo bornar saman við landið í heild, bæði hvað varðar styrkleika og vellíðan. Þátttakendur voru 81 tannlæknar, 42 konur og 39 karlar. Að meðaltali skoruðu þau 27.8 stig á Vellíðanarkvarðanum. Það er nokkuð yfir landsmeðaltali sem mældist 26,7 stig árið 2009. Færri tóku þátt í styrkleikakönnuninni eða 39. Greinilegur munur kom fram í styrkleikagreiningu á þessum hópi og greiningar fyrir landsmenn í heild. Tannlæknarnir skoruðu hærra í þrautsegju og varkárni en þjóðin. Þessir styrkleikar geta hugsanlega útskýrt að hluta hvers vegna íslenskir tannlæknar koma betur út í mælingum á andlegri líðan en erlendir kollegar þeirra. Trúlega eru svo aðrir félagslegir þættir sem að spila inn í, svo sem fámenni, samkennd og ákveðið sjálfræði en fleira getur einnig komið við sögu. Jákvæð sálfræði var kynnt fyrir íslenskum tannlæknum með fyrirlestri í félagsheimili Tannlæknafélagsins, 26. apríl 2018. Þar voru einnig jákvæð inngrip kynnt, með áherslu á núvitund. Þáttakendur á fyrirlestrinum voru beðnir um að meta hversu hamingjusamir þeir væru á skalanum 1-10. Meðaltalið var 7,7 úr hamingjukvarðaspurningunni. Samsvarandi hamingjukvarði hefur verið notaður í rannsóknum á heilsu og líðan Íslendinga, á vegum Landlæknisembættisins o.fl. Samkvæmt rannsóknum Maskínu var meðaltal fyrir landið 7,59 í janúar 2018. Ályktun greinahöfundar er að Íslenskir tannlæknar búi við ágæta andlega líðan. Frekari rannsókna er þörf ef draga á nánari ályktanir fyrir stéttina í heild sinni.
Dentistry has been known to be both physically and emotionally difficult trade. Little has been researched or published on the state of happiness, the general wellbeing and occupational satisfaction amongst Icelandic dentists. The purpose of this study was to shed some light on these factors. In doing so the scale of well-being was used and the VIA character-strength test. The tests were sent to all e-mail listed members of the Icelandic dental association, which is almost all Icelandic dentists. The well-being scale has been used globally, and is recommended by the WHO to diagnose and screen for depression. The results were compared to published figures for the Icelandic nation. 81 dentist participated, 42 women and 39 men. The average score on the well-being scale was 27.8, which is slightily slightly above the national average, which was 26.7 points in 2009. Fewer dentists participated in the character-strenght test, or 39. A clear differnce was noticed between the results of the dentist versus the Icelandic nation as a whole. The dentists scored higher on perseverance and prudence, both of which can help people to cope with stress. These findings might explain the difference in happiness and wellbeing of Icelandic dentist compared with findings among their colleagues in other countries. Other factors might also be of importance, such as the small size of both the Icelandic nation and the dental community in Iceland. The feeling of belonging and feeling of self-determination might also play a part. Positive psychology was presented in a short lecture for members of the Icelandic Dental Association, 26th of April, 2018. The participants were asked to rate their own happiness on the scale from 1-10. The average score was 7.7. In a study done nationwide the score was slightly lower, or 7.59, in January 2018.
Original languageIcelandic
JournalTannlæknablaðið
Publication statusPublished - 2018

Other keywords

  • Tannlæknar
  • Líðan
  • Dentists
  • Happiness

Cite this