Streita, kulnun og bjargráð á meðal hjúkrunarfræðinga á bráðalegudeildum

Berglind Harpa Svavarsdóttir, Elísabet Hjörleifsdóttir

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Bakgrunnur: Streita og kulnun í starfi er algeng á meðal hjúkrunarfræðinga, sérstaklega í yngri aldurshópum. Afleiðingarnar geta leitt til heilsubrests ef ekki er brugðist við vandamálinu snemma. Tilgangur: Könnun á streitueinkennum meðal íslenskra hjúkrunarfræðinga mánuðinn áður en þeir svöruðu spurningalistum um persónu-, vinnu- og skjólstæðingstengd kulnunareinkenni og bjargráð við erfiðar aðstæður. Aðferð: Lýsandi þversniðsrannsókn með notkun mælitækjanna Perceived Stress Scale (PSS), Copenhagen Burnout inventory (CBi) og Ways of Coping (WOC). rannsóknin er hluti af stærri rannsókn á tveimur íslenskum sjúkrahúsum. Tölfræðileg úrvinnsla var framkvæmd á svörum frá 164 þátttakendum. Niðurstöður: Þátttakendur yngri en 40 ára sýndu marktækt meiri streitu en þeir sem voru 40 ára eða eldri (p = 0,001). Þátttakendur sem starfað höfðu 10 ár eða skemursýndu marktækt alvarlegri streitu en þátttakendur sem starfað höfðu lengur en 10 ár (p = 0,004). Þátttakendur yngri en 40 ára sýndu marktækt verri kulnunareinkenni en þeirsem eldri voru: persónutengd (p = 0,011), starfstengd (p = 0,018), skjólstæðingstengd (p = 0,017). Marktækur munur var á mati þátttakenda eftir sviðum á því hvort mönnun væri í góðu lagi á vinnustað, á skurðlækningasviði (60%), á lyflækningasviði (40%) (p < 0,001). Marktæk neikvæð fylgni kom fram á milli streitu, aldurs og starfsaldurs, og á milli kulnunarþátta og aldurs, starfsaldurs, menntunar og mönnunar. Marktæk neikvæð fylgni var á milli þess að flýja af hólmi og aldurs, starfsaldurs og þess að sækjast eftir og nýta sér félagslegan stuðning. Marktæk neikvæð fylgni var á milli þess að flýja í huganum og starfsaldurs. Ályktanir: Niðurstöðum ber að taka með varúð vegna lítils úrtaks. Þær gefa til kynna að yngri hjúkrunarfræðingar eigi frekar á hættu að finna fyrir streitu og kulnun. Mælitækin PSS og CBi henta í rannsóknir á streitu og kulnun hjá hjúkrunarfræðingum, en þörf er á frekari endurbótum á WOC-spurningalistanum.
Background:Work-related stress and burnout is common amongst nurses, especially those who are younger. The consequences may lead to poor health if this problem is not responded to at an early stage. Aim: investigation of symptoms of stress among icelandic nurses during the month before answering questionnaires on person-, work- and patient-related burnout symptoms and coping methods in difficult circumstances. Method: Descriptive cross-sectional study using the question - naires Perceived Stress Scale (PSS), Copenhagen Burnout inventory (CBi) and Ways of Coping (WOC). The study is a part of a larger research project at two icelandic hospitals. in this study statistical analysis was performed on responses from 164 participants. Results:nurses under 40 years of age showed a significantly higher stress level (PSS) compared to those 40 years or older (p = 0,001). Participants with working experience of 10 years or less showed significantly more stress than those with longer working experience than 10 years (p = 0,004). Participants younger than 40 years old showed significantly more burnout symptoms than those who were older: person related (p = 0,011), work related (p = 0,018), and patient related (p = 0,017). Significant difference was seen in participants’ evaluation between units of the adequacy of staffing, surgical unit (60%), medical unit (40%) (p < 0,001). Significant negative correlation was found between stress and age and working experience, and between burnout sub-scales and age, working experience, education and staffing adequacy. Behavioural escapeavoidance showed significant negative correlation with age, working experience and seeking and using social support. a significant negative correlation was discovered between cognitive escape-avoid - ance and working experience. Conclusions: findings should be interpreted with caution due to a small sample. They indicate that younger nurses are more likely to suffer from stress and burnout. The PSS and CBi questionnaires are suited for research on stress and burnout among nurses but further development is needed for the WOC questionnaire. Keywords: Stress, burnout, coping, acute hospital settings, nurses.
Original languageIcelandic
JournalTímarit hjúkrunarfræðinga
Publication statusPublished - Mar 2020

Other keywords

  • Kulnun í starfi
  • Hjúkrunarfræðingar

Cite this