Abstract
Á síðustu áratugum hafa orðið straumhvörf í meðferð illkynja blóðsjúkdóma. Elstu menn í greininni muna það þegar farið var að kynna meðhöndlun með fjöllyfjakúrum við ýmsum illkynja blóðsjúkdómum, svo sem hvítblæði og eitlakrabbameinum, en þessir sjúkdómar höfðu áður verið taldir nær ólæknandi. Á næstu áratugum urðu miklar framfarir í gjöf frumubælandi lyfja en þó varð fljótlega ljóst að hefðbundinni lyfjameðferð voru ákveðin takmörk sett. Lyfjaskammtar takmörkuðust fyrst og fremst af því magni sem blóðmyndun beinmergsins þolir. Samhliða varð til betri þekking um hina einstöku eiginleika hinnar svonefndu blóðmyndandi stofnfrumu. Hún hefur þá eiginleika að geta endurnýjað sjálfa sig og auk þess getur hún þróast yfir í allar gerðir fullþroska blóðfrumna.
Original language | Icelandic |
---|---|
Journal | Læknablaðið |
Publication status | Published - 1 May 2004 |
Other keywords
- Blóðsjúkdómar
- Stofnfrumur
- LBL12
- Hematologic Neoplasms