Stafræn tækni í leikskólastarfi: Sjónarhorn frumkvöðla

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Snjalltækni hefur orðið hluti af daglegu lífi fólks og sífellt yngri börn hafa greiðari
aðgang að henni. Skólar hafa væðst þessari nýju tækni og henni er ætlað að vera
hluti af starfi leikskóla (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2011). Á sama
tíma takast á sjónarmið um gagnsemi eða skaðsemi tækninnar í lífi og námi
ungra barna. Rannsóknir eru dregnar fram sem sýna bæði jákvæð áhrif tækninnar
á nám ungra barna sem og takmarkanir eða jafnvel skaðsemi. Einnig er horft til
reynslu leikskóla af stafrænni tækni síðustu tvo áratugi því tölvur voru þegar þáttur
í starfi sumra leikskóla undir síðustu aldamót og í fyrstu aðalnámskrá leikskóla
(Menntamálaráðuneytið, 1999) var kveðið á um að tölvur skyldu vera hluti af búnaði
þeirra. Markmið greinarinnar er að varpa ljósi á reynslu frumkvöðla af tæknivæðingu
íslenskra leikskóla fyrr og nú, viðhorf þeirra og sýn á þátt stafrænnar tækni í starfi
leikskóla. Tekin voru einstaklingsviðtöl við sjö frumkvöðla í innleiðingu tölva og
tækni í leikskóla, frumkvöðla sem allir voru að störfum fyrir útkomu aðalnámskrár
árið 1999 og í kjölfar hennar. Allir eiga það sameiginlegt að vera leikskólakennarar
og vinna enn með tölvur og tækni í leikskólastarfi. Niðurstöður sýna að mikil og
löng reynsla liggur að baki tölvuvæðingu leikskóla og á þeim árum sem liðin eru
síðan fyrstu leikskólarnir tæknivæddust hafa frumkvöðlarnir ekki kvikað frá þeirri
trú að tæknin geti eflt nám barna og hana megi nýta með margvíslegum hætti í
leikskólastarfi. Róðurinn hefur lengst af verið þungur, sérstaklega í upphafi, enn
virðist erfitt að fá nægilegan búnað eða rétta búnaðinn. Kennararnir eru gagnrýnir á
ytra umhverfi leikskóla og segja að draga mætti meiri lærdóm af því sem þegar hefur
áunnist á sviði tækni í leikskólum. Einnig telja þeir að stundum skorti markvissa
úthlutun og innleiðingu þar sem bjargir séu tryggðar. Þeir leggja áherslu á markvissa,
skapandi og samþætta notkun tækninnar, bæði í aðferðum og viðfangsefnum, vilja
nota fjölbreytta kennsluhætti og reyna nýjar leiðir í kennslu.
Original languageIcelandic
Pages (from-to)1-18
Number of pages18
JournalNetla
DOIs
Publication statusPublished - 18 Nov 2019

Other keywords

  • Preschool
  • Digital technology
  • Entrepreneurship

Cite this