Staðgreiðsla og skattbyrði í 30 ár

Axel Hall

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

43 Downloads (Pure)

Abstract

Í þessari grein er markmiðið að lýsa núverandi skattkerfi tekjuskatts sem hefur verið við lýði frá upptöku staðgreiðslunnar 1988. Hér er kerfið greint, eiginleikum þess lýst og það að einhverju leyti sett í norrænt samhengi. Til að auðvelda umfjöllun eru settar fram formlegar skilgreiningar á skattbyrði og jaðarsköttum. Mælikvarðar á jöfnun skattkerfis eru ennfremur settir fram. Þegar litið er yfir allt tímabil staðgreiðslunnar sést að tengsl persónuafsláttar við vísitölu neysluverðs á tímum hækkunar kaupmáttar hafa aukið meira skattbyrði hjá hinum tekjulægri en þeim sem hafa hærri tekjur, sem á móti voru með hærri skattbyrði fyrir. Þessi þróun er hér nefnd raunskattskrið og langtímaþróun í þessu efni hefur yfirgnæft aðra hluta staðgreiðslukerfisins og greiðendum tekjuskatts hefur fjölgað. Framangreindar breytingar hafa verið umdeildar og fræðimenn m.a. tekist á um þær. Hér er þróuninni lýst án þess að leitast við að leggja dóm á þá pólitísku vegferð sem hefur verið farin eða vangaveltur um aðrar leiðir mögulegar hingað til. Rauði þráðurinn hefur verið þróun skattleysismarka og persónuafsláttar. Kerfi með framangreindri þróun þarf að endurstilla reglulega standi vilji til að viðhalda lóðréttri jöfnun í kerfinu. Það kallar á stefnumótun um þrep (stig og fjölda), mörk þrepa (t.a.m. skattleysismörk) og þróun markanna yfir tíma. Í þessari grein er farið yfir þá valkosti sem stjórnvöld hafa sett fram varðandi breytingar á skattkerfinu og niðurstaða þeirrar stefnumörkunar greind með áhrifum á jöfnun í kerfi tekjuskatts.
Original languageIcelandic
Pages (from-to)53-90
JournalTímarit um viðskipti og efnahagsmál
Volume16
Issue number2
DOIs
Publication statusPublished - 2019

Cite this