Störf sjálfstætt starfandi sálfræðinga í samkomubanni í mars og apríl 2020

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Í byrjun árs 2020 skall heimsfaraldur SARS-CoV-2 (COVID-19) skyndilega á í vestrænum ríkjum. Þann 28. febrúar greindist fyrsti Íslendingurinn með COVID-19 og í mars var sett á samkomubann hérlendis. Leiða má að því líkur að slíkur faraldur hafi áhrif á andlega líðan fólks en engu að síður hafa erlendar rannsóknir sýnt að áhrif fyrstu bylgju á líðan almennings voru ekki mikil. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna áhrif samkomubanns hér á landi í mars og apríl 2020 á störf sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Alls tóku 98 sálfræðingar þátt í rannsókninni. Lagðar voru fyrir 36 spurningar sem sneru að eftirspurn eftir viðtölum, formi viðtala, mati sálfræðinga á líðan skjólstæðinga sinna og geðheilsu þjóðarinnar. Einnig var spurt um áhrif líðanar sálfræðinga á getu þeirra til þess að sinna meðferð og áhrif samkomubanns vegna COVID-19 á tekjur þeirra. Niðurstöður þessarar rannsóknar bentu til þess að eftirspurn eftir sálfræðiviðtölum hafi dregist saman í fyrstu bylgju faraldursins. Breyting varð á formi viðtala; viðtölum í lokuðu rými fækkaði en fjarviðtölum fjölgaði. Um þriðjungur sjálfstætt starfandi sálfræðinga taldi að geðheilsa skjólstæðinga sinna hefði versnað á tímabilinu. Mikill meirihluti taldi að COVID-19 myndi hafa áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. Líðan sálfræðinga hafði, að þeirra mati, lítil áhrif á getu til þess að sinna meðferð. Vegna minni eftirspurnar lækkuðu tekjur hjá miklum meirihluta þátttakenda. Ljóst er að samkomubann í mars og apríl hafði áhrif á störf sálfræðinga. Ekki er vitað hvort samkomubann vegna þriðju bylgju COVID-19 muni hafa sambærileg áhrif og er frekari rannsókna þörf. Efnisorð: SARS-CoV-2, COVID-19, sálfræðingar, líðan, fjarþjónusta.
early 2020, pandemic SARS-CoV-2 (COVID-19) suddenly struck Western countries. On February 28th, the first Icelander was diagnosed with COVID-19, and in March, restrictions on gatherings were imposed in Iceland. It is possible that a pandemic affects peoples´ mental well-being, but research has shown that the effects of the pandemic´s first wave on the well-being of the general public were not significant. The aim of this study was to examine the effects of the restrictions on gatherings in March and April 2020 on the work of psychologists in private practice and the well-being of their clients. A total of 98 psychologists participated in the study. A 36 item questionnaire was administered. The questions regarded the demand for appointments, the form of treatment sessions (online or on-site), psychologists’ assessment of their clients’ well-being, and the nation’s mental health. Participants were also asked about the effect of their own well-being on their ability to provide treatment. The psychologists were also asked about the effects of restrictions on gatherings on their income. This study indicated that the demand for treatment dropped in the first wave of the pandemic, but the number of online treatment sessions increased. About a third of psychologists in private practice felt that their clients’ mental health had deteriorated during the period. The vast majority believed that COVID-19 would affect the nation’s mental health. The well-being of psychologists had, by their own estimate, little effect on the ability of most of them to provide treatment. Due to lower demand, the income of the vast majority of participants decreased. It is clear that the restrictions on gatherings in March and April affected psychologists’ work. It is unknown whether the restrictions on gatherings during the third wave will have a similar effect and further research is needed. Keywords: SARS-CoV-2, COVID-19, psychologists, well-being, online treatment.
Original languageIcelandic
JournalSálfræðiritið
Publication statusPublished - 2020

Other keywords

  • Sálfræðingar
  • COVID-19
  • Samkomubann
  • Psychology
  • Private Practice

Cite this