Projects per year
Abstract
Um verkefnið
Árið 2021 gerðu Kópavogsbær og Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands með sér samning um matsrannsókn á innleiðingu spjaldtölva í grunnskólum Kópavogsbæjar á árunum 2015–2020. Í þessari skýrslu er fjallað um niðurstöður þeirrar rannsóknar en aðalmarkmið hennar var að kanna hverju nám með spjaldtölvum hefur skilað nemendum í grunnskólum Kópavogs með tilliti til ánægju af og áhuga á námi, persónumiðunar náms, ábyrgðar í námi og valdeflingar nemenda, upplýsinga- og tæknilæsis, miðlalæsis, stafrænnar hæfni og námsárangurs. Þá var skoðuð staða varðandi kennsluhætti, námsefni, spjaldtölvunotkun, viðhorf hlutaðeigandi aðila, þýðingu spjaldtölvunnar í COVID-faraldrinum og innleiðingarferlið.
Aðferð
Vorið 2021 var gögnum safnað með viðhorfakönnunum meðal nemenda í 5. til 10. bekk í öllum grunnskólum Kópavogs, foreldra þeirra og allra kennara skólanna. Einnig söfnuðu skólarnir gögnum meðal stjórnenda, kennara og nemenda um stafræna hæfni með evrópska SELFIE-verkfærinu. Þá voru tekin viðtöl við stjórnendur og lykilaðila sem komið höfðu að innleiðingunni. Haustið 2021 voru þrír skólar heimsóttir og vettvangsathuganir gerðar í 5., 7. og 10. bekk ásamt því að tekin voru rýnihópaviðtöl við kennara og nemendur og viðtöl við skólastjóra skólanna.
Helstu niðurstöður
Nemendur og námið
• Nemendur eru yfirleitt ánægðir og áhugasamir um nám með spjaldtölvum og spjaldtölvunotkun eykur persónulega færni og lykilhæfni af ýmsum toga hjá mörgum.
• Í mörgum skólum er verið að efla sköpun í námi í flestum námsgreinum.
• Læsi af ýmsum toga (þar með talið stafrænt læsi og fjölhátta læsi) og stafræn borgaravitund hefur eflst töluvert hjá mörgum nemendum að mati kennara.
• Stafrænum verkfærum til náms hefur fjölgað, nemendur á unglingastigi geta valið þau sjálfir og eru áhugasamir um að nýta þau.
• Flestir kennarar telja spjaldtölvur koma að miklu gagni við einstaklingsmiðað nám.
• Spjaldtölvuvæðing virðist hafa lítil áhrif á frammistöðu nemenda í hefðbundnum prófum þegar á heildina er litið.
• Margir nemendur nýta sér spjaldtölvuna í óformlegu námi með margvíslegum hætti.
• Greina má aukið sjálfstæði nemenda í námi og meira frjálsræði í upplýsingaleit og vali á námsefni.
Kennarar og kennsluhættir
• Rúmur helmingur kennara telur færni sína á sviði upplýsinga- og samskiptatækni vera í meðallagi og um þriðjungur telur hana mikla.
• Kennarar hafa mikinn eða töluverðan áhuga á fræðslu á vegum Kópavogsbæjar, ekki síst um málefni tengd stafrænni borgaravitund.
• Takmörkuð nýting og ánægja er með miðlæga kennsluráðgjöf og tæknilegan stuðning – mest er leitað til samstarfsfólks í nærumhverfi.
• Töluverð ánægja er með áhrif spjaldtölva á skipulag kennslu meðal kennara og nemenda.
• Töluverður hluti kennara hefur samið eigið 1:1 kennsluefni og nýtt efni frá öðrum.
• Spjaldtölvan er yfirleitt nýtt við sjálfstæða vinnu nemenda, samvinna og sköpun kemur nokkuð oft við sögu og tenging við áhugasvið nemenda er töluverð.
• Fjölbreytni í skilum nemendaverkefna hefur aukist töluvert og byggist á fjölmörgum athafnakostum spjaldtölvunnar.
• Fjölbreytni kennsluhátta hefur aukist mikið með spjaldtölvum en kennarar eru þó mjög mislangt komnir varðandi nýtingu spjaldtölva í kennslu.
• Samvinna og teymiskennsla kennara er algeng í tengslum við notkun spjaldtölva í kennslu.
Skólasýn og námskrá
• Nám er skipulagt út frá hæfniviðmiðum aðalnámskrár, sem skráð eru í Mentor.
• Kennsluráðgjöf, öflug leiðtogateymi og samhjálp kennara stuðla að skólaþróun.
• Regluleg endurskoðun skólanámskráa í samráði við kennara er forsenda nýrrar skólasýnar.
Spjaldtölvur og stafrænt námsefni
• Nemendur eru mjög ánægðir, foreldrar frekar ánægðir en einungis helmingur kennara er mjög eða frekar ánægður.
• Lyklaborð og þrýstipenna skortir – æfingu í fingrasetningu skortir að áliti foreldra.
• Athafnakostir spjaldtölvunnar sækja á og kennarar gera tilraunir með að nýta þá.
• Nemendum fannst námsefnið yfirleitt fjölbreytt, fræðandi og skemmtilegt.
• Notkun kennara á spjaldtölvum og jaðartækjum er ekki eins almenn og búast hefði mátt við.
Spjaldtölvunotkun
• Nokkuð mikil áhersla er á spjaldtölvunotkun í bóklegum greinum en síður í sumum list- og verkgreinum.
• Notkun kennara á spjaldtölvum eftir námsgreinum er ójöfn.
• Samstarf nemenda er auðveldara og fleiri tækifæri gefast til samvinnu.
• Kennarar eru óánægðir með námsmat í Mentor og hafa áhyggjur af því að það skili sér ekki til nemenda og foreldra – tilraunir eru gerðar með námsmat með öðrum verkfærum í spjaldtölvunni.
• Notkun spjaldtölvunnar í skólanum var að miklu leyti frábrugðin heimanotkun, kynjamunur var í margvíslegri notkun, einnig var töluverður munur eftir aldursstigi.
• Mikill meirihluti nemenda tekur spjaldtölvuna með sér heim daglega og algengast var að hún væri notuð á heimilinu.
• Algengast var að notkun spjaldtölvunnar heima tengdist leik, skemmtun, samskiptum við ættingja og vini og áhugamálum.
• Meirihluti foreldra ræðir nokkuð oft við börn sín um notkun spjaldtölvunnar.
• Aðeins tæpur þriðjungur foreldra segist hafa skýrt samkomulag um skólanotkun og frítímanotkun spjaldtölvunnar.
• Foreldrar kvarta yfir skipulagi og skorti á upplýsingum frá skólanum og óska eftir skýrari reglum og meiri yfirsýn.
• Kennsluráðgjafar ráðlögðu bekkjarsáttmála og umræðu innan skólans til að móta reglur.
• Kennarar gátu fylgst með notkun nemenda í öllum spjaldtölvum með Apple Classroom.
• Eitthvað var um skemmdir á fartölvum og settar voru reglur um ábyrgð nemenda og foreldra.
• Stór hluti foreldra vildi fá meiri upplýsingar um nýtingu spjaldtölva í námsgreinum og spjaldtölvunotkun í námi og kennslu.
• Áhugi foreldra virtist vera mikill á fræðslu um einelti og samskipti á netinu og um ýmis vandamál tengd netnotkun.
Áskoranir og vandamál
• Truflun af spjaldtölvunotkun eða að nemendur eyði of miklum tíma í tölvunni er stórt vandamál að mati kennara, foreldra og stjórnenda.
• Nemendur kvarta helst yfir tæknilegum vandamálum eða vandræðum ef spjaldtölvan gleymist heima og töluverður hópur, ekki síst á unglingastigi, kvartar yfir að erfitt sé að einbeita sér að námi þar sem þau vilji gera eitthvað annað í spjaldtölvunni.
• Að mati margra foreldra og kennara og sumra nemenda er spjaldtölvan ekki heppilegasta verkfærið á unglingastigi.
• Kennarar kvarta nokkuð yfir tæknilegum hindrunum.
• Myndsendingar nemenda eru stundum talsvert vandamál.
Viðhorf þátttakenda til innleiðingar
• Viðhorf til innleiðingar einkennast af stolti hjá stjórnendum og aðilum með beina aðkomu að innleiðingunni.
• Viðhorf kennara og foreldra eru blendnari en meirihluti beggja hópa er jákvæður.
Þýðing spjaldtölva í COVID
• Spjaldtölvan reyndist „bjargvættur“ í COVID-faraldrinum, spjaldtölvunýting jókst í námi og kennslu, spjaldtölvuaðgangur var mikilvægur fyrir marga og viðhorf urðu jákvæðari.
Spjaldtölvuinnleiðing í Kópavogi og útvíkkað nám
• Þróun starfsemi grunnskóla Kópavogs fellur vel að líkani Engeströms (2001) um hringrás útvíkkaðs náms þar sem móthverfur gegna aðalhlutverki sem uppspretta breytinga og þróunar en geta orsakað núning og spennu innan og milli starfsemikerfa.
Mat
Lagt er mat á markmið verkefnisins og árangur út frá því að skólakerfi Kópavogs sé í fremstu röð, út frá breytingum á kennsluháttum, stafrænni borgaravitund, námsmati og námsgagnagerð kennara. Ýmis markmið er erfitt að meta en markmið sem tengjast kennsluháttum virðast hafa náðst vel að mörgu leyti hvað varðar aukið frelsi nemenda til að velja sér leiðir til úrlausna verkefna, að auka samvinnu milli kennara og að minnka vægi námsbóka og verkefnabóka og innleiða rafbækur eða vefefni. Einnig virðist það hafa gengið eftir að ýmsu leyti, en þó misvel eftir kennurum, að efla til muna skapandi starf, að nemendur vinni sjálfstætt, verkefnin séu raunhæf og nemendur standi skil á verkefnum fyrir framan hóp. Að sama skapi virðist hafa gengið misvel að innleiða breytingar á kennsluháttum til framtíðar í allar námsgreinar á öllum aldursstigum, byggðar á fjölbreytilegri verkefnavinnu þar sem verkefnin hafa skýr markmið og tengsl við samfélagslegar þarfir og daglegt líf nemenda. Markmið um að auka vægi stafrænnar borgaravitundar þannig að nemendur verði ábyrgir neytendur og gerendur í hinum stafræna heimi, að kennarinn sé öflug fyrirmynd í því sambandi og að stafræn borgaravitund flæði inn í alla námsþætti hefur gengið erfiðlega að uppfylla. Kópavogur hefur þó verið leiðandi á þessu sviði hér á landi með gerð fræðslu- og námsefnis fyrir kennara í samstarfi við Heimili og skóla og Menntamiðju. Markmið um námsmat og námsgagnagerð meðal kennara virðast hafa gengið eftir að einhverju leyti.
Ábendingar um áframhaldandi þróun starfsemi eru settar fram í ljósi niðurstaðna og í tengslum við núverandi menntastefnu Kópavogsbæjar og stefnumótun á erlendum vettvangi. Þær varða helst stefnu og sýn, kennsluhætti, stafræna borgaravitund og stafræna innviði.
Árið 2021 gerðu Kópavogsbær og Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands með sér samning um matsrannsókn á innleiðingu spjaldtölva í grunnskólum Kópavogsbæjar á árunum 2015–2020. Í þessari skýrslu er fjallað um niðurstöður þeirrar rannsóknar en aðalmarkmið hennar var að kanna hverju nám með spjaldtölvum hefur skilað nemendum í grunnskólum Kópavogs með tilliti til ánægju af og áhuga á námi, persónumiðunar náms, ábyrgðar í námi og valdeflingar nemenda, upplýsinga- og tæknilæsis, miðlalæsis, stafrænnar hæfni og námsárangurs. Þá var skoðuð staða varðandi kennsluhætti, námsefni, spjaldtölvunotkun, viðhorf hlutaðeigandi aðila, þýðingu spjaldtölvunnar í COVID-faraldrinum og innleiðingarferlið.
Aðferð
Vorið 2021 var gögnum safnað með viðhorfakönnunum meðal nemenda í 5. til 10. bekk í öllum grunnskólum Kópavogs, foreldra þeirra og allra kennara skólanna. Einnig söfnuðu skólarnir gögnum meðal stjórnenda, kennara og nemenda um stafræna hæfni með evrópska SELFIE-verkfærinu. Þá voru tekin viðtöl við stjórnendur og lykilaðila sem komið höfðu að innleiðingunni. Haustið 2021 voru þrír skólar heimsóttir og vettvangsathuganir gerðar í 5., 7. og 10. bekk ásamt því að tekin voru rýnihópaviðtöl við kennara og nemendur og viðtöl við skólastjóra skólanna.
Helstu niðurstöður
Nemendur og námið
• Nemendur eru yfirleitt ánægðir og áhugasamir um nám með spjaldtölvum og spjaldtölvunotkun eykur persónulega færni og lykilhæfni af ýmsum toga hjá mörgum.
• Í mörgum skólum er verið að efla sköpun í námi í flestum námsgreinum.
• Læsi af ýmsum toga (þar með talið stafrænt læsi og fjölhátta læsi) og stafræn borgaravitund hefur eflst töluvert hjá mörgum nemendum að mati kennara.
• Stafrænum verkfærum til náms hefur fjölgað, nemendur á unglingastigi geta valið þau sjálfir og eru áhugasamir um að nýta þau.
• Flestir kennarar telja spjaldtölvur koma að miklu gagni við einstaklingsmiðað nám.
• Spjaldtölvuvæðing virðist hafa lítil áhrif á frammistöðu nemenda í hefðbundnum prófum þegar á heildina er litið.
• Margir nemendur nýta sér spjaldtölvuna í óformlegu námi með margvíslegum hætti.
• Greina má aukið sjálfstæði nemenda í námi og meira frjálsræði í upplýsingaleit og vali á námsefni.
Kennarar og kennsluhættir
• Rúmur helmingur kennara telur færni sína á sviði upplýsinga- og samskiptatækni vera í meðallagi og um þriðjungur telur hana mikla.
• Kennarar hafa mikinn eða töluverðan áhuga á fræðslu á vegum Kópavogsbæjar, ekki síst um málefni tengd stafrænni borgaravitund.
• Takmörkuð nýting og ánægja er með miðlæga kennsluráðgjöf og tæknilegan stuðning – mest er leitað til samstarfsfólks í nærumhverfi.
• Töluverð ánægja er með áhrif spjaldtölva á skipulag kennslu meðal kennara og nemenda.
• Töluverður hluti kennara hefur samið eigið 1:1 kennsluefni og nýtt efni frá öðrum.
• Spjaldtölvan er yfirleitt nýtt við sjálfstæða vinnu nemenda, samvinna og sköpun kemur nokkuð oft við sögu og tenging við áhugasvið nemenda er töluverð.
• Fjölbreytni í skilum nemendaverkefna hefur aukist töluvert og byggist á fjölmörgum athafnakostum spjaldtölvunnar.
• Fjölbreytni kennsluhátta hefur aukist mikið með spjaldtölvum en kennarar eru þó mjög mislangt komnir varðandi nýtingu spjaldtölva í kennslu.
• Samvinna og teymiskennsla kennara er algeng í tengslum við notkun spjaldtölva í kennslu.
Skólasýn og námskrá
• Nám er skipulagt út frá hæfniviðmiðum aðalnámskrár, sem skráð eru í Mentor.
• Kennsluráðgjöf, öflug leiðtogateymi og samhjálp kennara stuðla að skólaþróun.
• Regluleg endurskoðun skólanámskráa í samráði við kennara er forsenda nýrrar skólasýnar.
Spjaldtölvur og stafrænt námsefni
• Nemendur eru mjög ánægðir, foreldrar frekar ánægðir en einungis helmingur kennara er mjög eða frekar ánægður.
• Lyklaborð og þrýstipenna skortir – æfingu í fingrasetningu skortir að áliti foreldra.
• Athafnakostir spjaldtölvunnar sækja á og kennarar gera tilraunir með að nýta þá.
• Nemendum fannst námsefnið yfirleitt fjölbreytt, fræðandi og skemmtilegt.
• Notkun kennara á spjaldtölvum og jaðartækjum er ekki eins almenn og búast hefði mátt við.
Spjaldtölvunotkun
• Nokkuð mikil áhersla er á spjaldtölvunotkun í bóklegum greinum en síður í sumum list- og verkgreinum.
• Notkun kennara á spjaldtölvum eftir námsgreinum er ójöfn.
• Samstarf nemenda er auðveldara og fleiri tækifæri gefast til samvinnu.
• Kennarar eru óánægðir með námsmat í Mentor og hafa áhyggjur af því að það skili sér ekki til nemenda og foreldra – tilraunir eru gerðar með námsmat með öðrum verkfærum í spjaldtölvunni.
• Notkun spjaldtölvunnar í skólanum var að miklu leyti frábrugðin heimanotkun, kynjamunur var í margvíslegri notkun, einnig var töluverður munur eftir aldursstigi.
• Mikill meirihluti nemenda tekur spjaldtölvuna með sér heim daglega og algengast var að hún væri notuð á heimilinu.
• Algengast var að notkun spjaldtölvunnar heima tengdist leik, skemmtun, samskiptum við ættingja og vini og áhugamálum.
• Meirihluti foreldra ræðir nokkuð oft við börn sín um notkun spjaldtölvunnar.
• Aðeins tæpur þriðjungur foreldra segist hafa skýrt samkomulag um skólanotkun og frítímanotkun spjaldtölvunnar.
• Foreldrar kvarta yfir skipulagi og skorti á upplýsingum frá skólanum og óska eftir skýrari reglum og meiri yfirsýn.
• Kennsluráðgjafar ráðlögðu bekkjarsáttmála og umræðu innan skólans til að móta reglur.
• Kennarar gátu fylgst með notkun nemenda í öllum spjaldtölvum með Apple Classroom.
• Eitthvað var um skemmdir á fartölvum og settar voru reglur um ábyrgð nemenda og foreldra.
• Stór hluti foreldra vildi fá meiri upplýsingar um nýtingu spjaldtölva í námsgreinum og spjaldtölvunotkun í námi og kennslu.
• Áhugi foreldra virtist vera mikill á fræðslu um einelti og samskipti á netinu og um ýmis vandamál tengd netnotkun.
Áskoranir og vandamál
• Truflun af spjaldtölvunotkun eða að nemendur eyði of miklum tíma í tölvunni er stórt vandamál að mati kennara, foreldra og stjórnenda.
• Nemendur kvarta helst yfir tæknilegum vandamálum eða vandræðum ef spjaldtölvan gleymist heima og töluverður hópur, ekki síst á unglingastigi, kvartar yfir að erfitt sé að einbeita sér að námi þar sem þau vilji gera eitthvað annað í spjaldtölvunni.
• Að mati margra foreldra og kennara og sumra nemenda er spjaldtölvan ekki heppilegasta verkfærið á unglingastigi.
• Kennarar kvarta nokkuð yfir tæknilegum hindrunum.
• Myndsendingar nemenda eru stundum talsvert vandamál.
Viðhorf þátttakenda til innleiðingar
• Viðhorf til innleiðingar einkennast af stolti hjá stjórnendum og aðilum með beina aðkomu að innleiðingunni.
• Viðhorf kennara og foreldra eru blendnari en meirihluti beggja hópa er jákvæður.
Þýðing spjaldtölva í COVID
• Spjaldtölvan reyndist „bjargvættur“ í COVID-faraldrinum, spjaldtölvunýting jókst í námi og kennslu, spjaldtölvuaðgangur var mikilvægur fyrir marga og viðhorf urðu jákvæðari.
Spjaldtölvuinnleiðing í Kópavogi og útvíkkað nám
• Þróun starfsemi grunnskóla Kópavogs fellur vel að líkani Engeströms (2001) um hringrás útvíkkaðs náms þar sem móthverfur gegna aðalhlutverki sem uppspretta breytinga og þróunar en geta orsakað núning og spennu innan og milli starfsemikerfa.
Mat
Lagt er mat á markmið verkefnisins og árangur út frá því að skólakerfi Kópavogs sé í fremstu röð, út frá breytingum á kennsluháttum, stafrænni borgaravitund, námsmati og námsgagnagerð kennara. Ýmis markmið er erfitt að meta en markmið sem tengjast kennsluháttum virðast hafa náðst vel að mörgu leyti hvað varðar aukið frelsi nemenda til að velja sér leiðir til úrlausna verkefna, að auka samvinnu milli kennara og að minnka vægi námsbóka og verkefnabóka og innleiða rafbækur eða vefefni. Einnig virðist það hafa gengið eftir að ýmsu leyti, en þó misvel eftir kennurum, að efla til muna skapandi starf, að nemendur vinni sjálfstætt, verkefnin séu raunhæf og nemendur standi skil á verkefnum fyrir framan hóp. Að sama skapi virðist hafa gengið misvel að innleiða breytingar á kennsluháttum til framtíðar í allar námsgreinar á öllum aldursstigum, byggðar á fjölbreytilegri verkefnavinnu þar sem verkefnin hafa skýr markmið og tengsl við samfélagslegar þarfir og daglegt líf nemenda. Markmið um að auka vægi stafrænnar borgaravitundar þannig að nemendur verði ábyrgir neytendur og gerendur í hinum stafræna heimi, að kennarinn sé öflug fyrirmynd í því sambandi og að stafræn borgaravitund flæði inn í alla námsþætti hefur gengið erfiðlega að uppfylla. Kópavogur hefur þó verið leiðandi á þessu sviði hér á landi með gerð fræðslu- og námsefnis fyrir kennara í samstarfi við Heimili og skóla og Menntamiðju. Markmið um námsmat og námsgagnagerð meðal kennara virðast hafa gengið eftir að einhverju leyti.
Ábendingar um áframhaldandi þróun starfsemi eru settar fram í ljósi niðurstaðna og í tengslum við núverandi menntastefnu Kópavogsbæjar og stefnumótun á erlendum vettvangi. Þær varða helst stefnu og sýn, kennsluhætti, stafræna borgaravitund og stafræna innviði.
Translated title of the contribution | Tablet computers in Kópavogur schools: evaluation report |
---|---|
Original language | Icelandic |
Place of Publication | Reykjavík |
Publisher | Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM) |
Commissioning body | Kópavogsbær |
Number of pages | 156 |
ISBN (Electronic) | 978-9935-9663-8-4 |
DOIs | |
Publication status | Published - 1 Mar 2023 |
Fingerprint
Dive into the research topics of 'Tablet computers in Kópavogur schools: evaluation report'. Together they form a unique fingerprint.Projects
- 1 Finished
-
Tablet computer use in Kópavogur schools: Evaluation study
Jakobsdóttir, S. (PI), Kjartansdóttir, S. H. (CoPI) & Pétursdóttir, S. (CoI)
1/03/21 → 31/03/23
Project: Research