Spectral Memories of Icelandic Culture: Memory, Identity and the Haunted Imagination in Contemporary Art and Literature

Vera Knútsdóttir

Research output: Types of ThesisPh.D. Thesis

Abstract

The thesis examines what I term spectral memories in Icelandic culture and focuses on the interplay between memory, identity and the haunted imagination in contemporary literary texts and visual works of art. I employ the term “spectral” to define memories that have for various reasons been forgotten, silenced and repressed in the cultural psyche, but have returned to the public realm by means of contemporary art and literature. Spectrality theory, and the seminal work of Jacques Derrida, Spectres de Marx, serve as a point of departure for the project, my initial aim being to relate the spectre to ideas of memory and theories on cultural memory studies. I argue that the spectral return offers the potential of a transformative dynamic exchange between memory and recipient, and an opportunity to critically reflect on the past in order to work towards a better future. The spectre becomes a metaphor for the blind spots of memory: on the one hand for memories that return from the past to disturb mainstream notions and homogenous ideas on identity, and on the other for how certain periods have produced spectral cultural responses. The first part of the thesis explores how the archive becomes a storage space for spectral memories, whereas the second part examines spectral cultural memories following the financial crash and crisis in Iceland in 2008. In both parts, I look at narratives and images that prove to be haunted by repressed memories, which impacts how the present-day identity is conceived, illustrating the intricate connections between memory, identity and the haunted imagination.
Í ritgerðinni rannsaka ég vofulegar minningar í íslenskri menningu og skoða flókið samspil minnis, sjálfsmyndar og reimleika í samtímabókmenntatextum og myndlistarverkum. Ég beiti hugtakinu „vofulegar“ til að skilgreina minningar sem af ólíkum ástæðum hafa gleymst, verið þaggaðar eða niðurbældar í sameiginlegri menningarvitund þjóðarinnar, en hafa opinberast aftur fyrir tilstilli samtímabókmennta og myndlistar. Vofufræði (e. spectrality theory), og verk franska heimspekingsins Jacques Derrida, Vofur Marx, eru upphafspunktur rannsóknarinnar, með það að leiðarljósi að tengja vofuna við hugmyndir um minni og kenningar í menningarlegum minnisfræðum (e. cultural memory studies). Ég færi rök fyrir því að endurkoma vofunnar hvetji til gagnrýnna minnisviðtaka, þar sem viðtakandi, sem staðsettur er í samtímanum, tekur við minningum fortíðar, greinir þær og skilur með gagnrýnum hætti, og með það að leiðarljósi að leggja grunninn að sanngjarnari eða réttmætari framtíð. Vofan verður að myndlíkingu fyrir blinda bletti minnis og minningar sem ekki eru sýnilegir á opinberum vettvangi en eru samt sem áður til staðar. Rannsóknin tekur annars vegar fyrir gleymdar minningar fortíðar, sem dregnar eru fram í dagsljósið og trufla ríkjandi, einsleitar og staðnaðar hugmyndir um sameiginlega sjálfsmynd í samtímanum, og hins vegar sögulegt tímabil og atburði sem getið hafa af sér vofulegar minningar. Í fyrri hluta ritgerðarinnar rannsaka ég hvernig arkífið eða skjalasafnið (e. archive) verður að geymslustað vofulegra minninga, en fjöldamargar opinberar stofnanir geyma minningar sem ekki eru alla jafna til sýnis á opinberum vettvangi og fjalla til að mynda um nýlendusögu Íslendinga, óeirðir og mótmæli. Þegar þær eru dregnar fram í dagsljósið, gefa þessar minningar annars konar mynd af sameiginlegri sjálfsmynd þjóðarinnar en þá sem iðulega birtist opinberlega. Þegar litið er til einkalífs og til fjölskylduminnis, og minninga sem ólíkar kynslóðir deila, má sjá hvernig ákveðnir staðir heimilisins, eins og kjallari eða háaloft, verða að geymslustað vofulegra minninga, og geyma hluti og skjöl sem ekki eru til sýnis eða umræðu í daglegu lífi fjölskyldunnar. Í seinni hluta ritgerðarinnar beini ég sjónum að efnhagshruninu árið 2008 og hvernig það leiddi af sér vofulegar minningar; bókmenntatexta og myndlistarverk sem fjalla um reimleika með einum eða öðrum hætti. Draugahúsið í glæpasögu Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig; melankólía og sorg fjölskyldunnar í Hvítfeld eftir Kristínu Eiríksdóttur; teikningar Guðjóns Ketilssonar af hálfbyggðum húsum í efnahagskreppunni, og ljósmyndir Ingvars Högna Ragnarssonar af vofulegum stöðum í borgarlandslaginu á tímum fjármálahruns, gefa færi á að rannsaka þennan sögulega tíma út frá hugmyndum um draugagang og bælingu. En hver er ásóttur og af hverjum? Í báðum hlutum ritgerðarinnar greini ég frásagnir og myndir sem reynast ásóttar af niðurbældum minningum sem hafa áhrif á hvernig sjálfsmynd er mótuð í samtímanum, og sýnir fram á þau þéttu en flóknu tengsl sem liggja á milli minnis, sjálfsmyndar og reimleika.
Original languageEnglish
Publisher
Print ISBNs978-9935-9563-6-1
Publication statusPublished - 2021

Other keywords

  • Reimleikar
  • Myndlist
  • Íslenskar bókmenntir
  • Sjálfsmynd (sálfræði)
  • Draugar
  • Doktorsritgerðir

Fingerprint

Dive into the research topics of 'Spectral Memories of Icelandic Culture: Memory, Identity and the Haunted Imagination in Contemporary Art and Literature'. Together they form a unique fingerprint.

Cite this