Smokkanotkun ungra karlmanna: Viðhalda reisn. Eigindleg rannsókn

Sóley S. Bender, Katrín Hilmarsdóttir, Þóra Jenný Gunnarsdóttir

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Tilgangur: Rannsóknir hafa sýnt fram á ýmsa erfiðleika með smokkanotkun hjá ungum íslenskum karlmönnum. Tilgangur þessarar eigindlegu rannsóknar er að skyggnast inn í reynsluheim ungra karlmanna varðandi smokkanotkun og skoða sjónarmið þeirra gagnvart notkuninni. Aðferð: Rannsóknin byggist á eigindlegri aðferð, fyrirbærafræðilegri nálgun. Einstaklingsviðtöl voru tekin við 13 íslenska unga karlmenn á aldrinum 18-25 ára. Viðtölin voru þemagreind eftir rammaaðferð. Niðurstöður: Greind voru þrjú þemu, Óöryggi og öryggi, Athöfnin sterkari en orðin og Óttast að allt fari til fjandans. Fram komu margir áhrifaþættir á þá ákvörðun að nota smokka. Sumir þátttakenda voru óöruggir að nota smokka, aðrir voru öruggir en þeir gátu jafnframt verið á báðum áttum. Samskipti við kynlífsfélaga um smokkanotkun reyndust sumum auðveld en öðrum ekki, sem lýsti þeirra óvissu. Það var auðveldara að sleppa þeim og ganga beint til verks. Sjálf smokkanotkunin gat verið flókin og valdið þeim áhyggjum og ótta við neikvæðar afleiðingar. Sú athöfn að rjúfa augnablikið til að sækja smokkinn, setja hann á og viðhalda kynferðislegri reisn með smokk gat verið áhyggjuvaldandi og spennuþrungin. Sumir höfðu þó öðlast öryggi við smokkanotkun og lýstu jákvæðri reynslu. Ályktun: Rannsóknin sýndi fram á að upplifunin af smokkanotkuninni gat reynst erfið og skapað ótta gagnvart því að allt mundi klúðrast. Með aukinni vitneskju um upplifun ungra karlmanna af smokkanotkun má betur sníða kynfræðslu að þeirra þörfum, efla sjálfsöryggi þeirra varðandi þá notkun, auka þannig smokkanotkun sem mögulega gæti lækkað tíðni kynsjúkdóma. Lykilorð: Ungir karlmenn, smokkanotkun, eigindleg rannsókn, kynheilbrigði, áhættuhegðun.
Studies have demonstrated some difficulties among young men in using condoms. The purpose of this qualitative study is to explore the experience of young Icelandic men of condom use and their views thereof. The study is based on a qualitative method, a phenomenological approach. Individual interviews were conducted with 13 young men, 18-25 years old. The interviews were thematically analyzed according to the framework analysis method. Three themes were identified, Insecurity and security, Action stronger than words and Afraid that everyting will go to hell. Several influential factors were revealed regarding the decision to use condoms. Some participants were secure in using condoms while others were not and they could also be ambivalent. Communication with a partner about condom use proved to be easy for some but not for others, who expressed uncertainty. It was easier to skip the conversation and go right ahead. The actual condom use could be complicated, worrisome and create fear regarding negative consequences. The act of interrupting the moment to reach for the condom, put it on, maintain sexual excitement with the condom could create worries and stress. Some, however, had gained confidence in condom use and expressed positive experience and views thereof. The study showed that the experience of condom use could be difficult and create fear that everything would go wrong. With increased knowledge of young men´s experience of condom use, sexuality education can be better tailored to their needs, promote their self confidence, and thus, increasing condom use and possibly reducing the frequency of sexually transmitted infections. Key words: Young men, condom use, qualitative study, sexualand reproductive health, risk behavior.
Original languageIcelandic
JournalTímarit hjúkrunarfræðinga
Publication statusPublished - Nov 2021

Other keywords

  • Smokkar
  • Kynheilbrigði
  • Condoms
  • Sexual Health

Cite this